Fjarri því að allir kaupendur húsnæðis reki bíl Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2014 21:42 Vísir/Pjetur „Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“ Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
„Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“
Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira