Þegar þekkingarleysið réði ríkjum Gauti Skúlason skrifar 1. júlí 2014 16:54 Kveikjan að þessum pistli var sigur klæðskiptingsins Thomas Neuwirth í gervi Conchita Wurst í Eurovison í byrujun maí. Undirritaður telur sig þó ekki vera mikinn áhugamann um Eurovision og finnst sú tónlist sem þar er spiluð yfirleitt svo leiðinleg að hann myndi ekki einu sinni nenna að hlusta á hana í eigin jarðarför. Samt sem áður er undirritaður aðdáandi hugrekkis – hugrekkis sem felst í því að mannsekja leyfir sér að vera hún sjálf fyrir framan 180 milljónir manna. Það gerði Thomas svo sannarlega og á þann hátt að það bar virkilega af.HræðslanVið erum stöðugt að spá í það hvernig við eigum að vera frekar en hvernig við viljum vera. Ástæðan er sú að við erum hrædd um að vera dæmd af dómstólum samfélagsins sem fyrirbrigði vegna þess að við pössum ekki inn í hið félagslega skapaða „norm“. Ósjaldan fylgir okkur sú tilfinning að geta ekki stigið út fyrir viss mörk í gjörðum, útliti, hugsunarhætti eða lifnaðarháttum sökum þess að það er ekki viðurkennt sem hluti af eðlilegri hegðun.Samfestingurinn og grímanVið setjum ekki aðeins á okkur grímu sem hylur tilfinningar okkar, heldur klæðum við okkur einnig í samfesting samfélagsins og erum eins og við ,,eigum“ að vera. Þessi raun endurtekur sig heilu kynslóðirnar og þykir fullkomnlega eðlileg. En er það virkilega svo að við lifum í heimi þar sem ekki er hægt að koma sér þægilega fyrir í eigin líkama án þess að vera dæmd/ur fyrir það?SvariðÁn efa hræðir það undirritaðan að svarið við ofangreindri spurningu sé líklegast já. Þó hefur umræðan um hið félagslega skapaða norm orðið háværari á seinustu misserum. Vitundarvakning hefur orðið og smá saman áttum við okkur á því að við sjálf smíðum kassann sem rúmar það sem talið er eðlilegt. Ímyndun okkar er sú að fyrir utan þennan kassa sé hræðilegur heimur þess óeðlilega og óleyfilega. Heimurinn fyrir utan kassannFyrir utan kassann er það ekki hræðilegra en svo að þar býr hugrakkt fólk sem lýgur ekki að sjálfu sér, er eins og það vill vera og hefur komið sér þægileg fyrir í eigin líkama. Þar hefur verið kveikt í öllum grímum og samfestingum og fólk lætur sér fátt um finnast ef þú ert nákvæmlega eins og þú vilt vera (fyrir það færðu meira að segja stundum hrós). Þar hefur hið félagslega skapaða norm verið sett upp sem leiksýning, sýningin ber heitið „Þegar þekkingarleysið réði ríkjum“. Eitt sinn lék undirritaður hlutverk í sýningunni en ekki lengur, hann sagði upp - hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Kveikjan að þessum pistli var sigur klæðskiptingsins Thomas Neuwirth í gervi Conchita Wurst í Eurovison í byrujun maí. Undirritaður telur sig þó ekki vera mikinn áhugamann um Eurovision og finnst sú tónlist sem þar er spiluð yfirleitt svo leiðinleg að hann myndi ekki einu sinni nenna að hlusta á hana í eigin jarðarför. Samt sem áður er undirritaður aðdáandi hugrekkis – hugrekkis sem felst í því að mannsekja leyfir sér að vera hún sjálf fyrir framan 180 milljónir manna. Það gerði Thomas svo sannarlega og á þann hátt að það bar virkilega af.HræðslanVið erum stöðugt að spá í það hvernig við eigum að vera frekar en hvernig við viljum vera. Ástæðan er sú að við erum hrædd um að vera dæmd af dómstólum samfélagsins sem fyrirbrigði vegna þess að við pössum ekki inn í hið félagslega skapaða „norm“. Ósjaldan fylgir okkur sú tilfinning að geta ekki stigið út fyrir viss mörk í gjörðum, útliti, hugsunarhætti eða lifnaðarháttum sökum þess að það er ekki viðurkennt sem hluti af eðlilegri hegðun.Samfestingurinn og grímanVið setjum ekki aðeins á okkur grímu sem hylur tilfinningar okkar, heldur klæðum við okkur einnig í samfesting samfélagsins og erum eins og við ,,eigum“ að vera. Þessi raun endurtekur sig heilu kynslóðirnar og þykir fullkomnlega eðlileg. En er það virkilega svo að við lifum í heimi þar sem ekki er hægt að koma sér þægilega fyrir í eigin líkama án þess að vera dæmd/ur fyrir það?SvariðÁn efa hræðir það undirritaðan að svarið við ofangreindri spurningu sé líklegast já. Þó hefur umræðan um hið félagslega skapaða norm orðið háværari á seinustu misserum. Vitundarvakning hefur orðið og smá saman áttum við okkur á því að við sjálf smíðum kassann sem rúmar það sem talið er eðlilegt. Ímyndun okkar er sú að fyrir utan þennan kassa sé hræðilegur heimur þess óeðlilega og óleyfilega. Heimurinn fyrir utan kassannFyrir utan kassann er það ekki hræðilegra en svo að þar býr hugrakkt fólk sem lýgur ekki að sjálfu sér, er eins og það vill vera og hefur komið sér þægileg fyrir í eigin líkama. Þar hefur verið kveikt í öllum grímum og samfestingum og fólk lætur sér fátt um finnast ef þú ert nákvæmlega eins og þú vilt vera (fyrir það færðu meira að segja stundum hrós). Þar hefur hið félagslega skapaða norm verið sett upp sem leiksýning, sýningin ber heitið „Þegar þekkingarleysið réði ríkjum“. Eitt sinn lék undirritaður hlutverk í sýningunni en ekki lengur, hann sagði upp - hvað með þig?
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun