Fyrri myndina hér að neðan tók Mist 9. febrúar eða tveimur dögum eftir að hún varð fyrst vör við eitlastækkunina í hálsinum. Það var tæpum fjórum mánuðum fyrir greiningu á meini hennar.
Seinni myndina tók hún í gær, 18. júlí, á degi þriðju lyfjagjafarinnar. Þá voru liðnar fjórar vikur frá fyrstu lyfjagjöf.
Mist ber sig vel eins og hún segir í stöðuuppfærslu sinni á fésbókinni. „So far hefur lyfjagjöfin verið piece of cake, hef getað æft og spilað alveg að fullu og finn meira að segja öndunarveginn opnast og hlaupaþolið aukast eftir því sem líður á, þar sem hnullinn framan á hálsinum er að bráðna. Það er snilld!,“ segir Mist meðal annars.
Það er ein lyfjagjöf eftir og að henni lokinni fer Mist til Danmerkur í jáeindaskanna (PET) til að taka stöðuna eftir meðferðina.

