Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 17:01 Sigurður Þórðarson. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira