KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta.
Skot á nærstöng sem góður markvörður KR í kvöld, Stefán Logi Magnússon, náði ekki að verja. Markið kom sex mínútum fyrir leikslok en það var Callum McGregor sem skoraði markið.
Þetta var fyrri leikur liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikurinn ytra fer fram eftir viku.
Markið má sjá hér að ofan.
