Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 11:34 Þessa mynd birti Björk og hvatti vini sína til að kaupa ekki þessar tilteknu kryddjurtir Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira