KA komst aftur á sigurbraut í 1. deild karla með 2-0 sigri á Selfossi. Arsenij Buinickij skoraði bæði mörk norðanmanna á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.
KA komst með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið er með sextán stig. Sigurinn var kærkominn eftir óvænt 2-1 tap gegn Grindavík á heimavelli í síðustu umferð.
Buinickij kom til KA fyrir tímabilið frá Levadia í Eistlandi en hann hefur einnig leikið með Ekranas í Litháen. Hann hefur nú skorað fjögur deildarmörk á tímabilinu.
Selfoss er í níunda sæti 1. deildar karla með ellefu stig.
Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.
Buinickij afgreiddi Selfoss á tveimur mínútum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“
Íslenski boltinn

