Lagaleg staða Hannesar ekkert breyst Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2014 13:42 Svanur Kristjánsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Vísir/GVA/VALGARÐUR „Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta.“ Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á Facebook. Í morgun voru sagðar fréttir af því að starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hefði verið breytt eftir að samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir yfirgangi af hans hálfu. Svanur segir kennara Stjórnmálafræðideildarinnar hafa fjarlægt Hannes af deildarfundum vegna hegðunar hans gagnvart þeim. „Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði.“ Þó hafi lagaleg staða Hannesar sem prófessors ekki breyst. „Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Svanur segir þessa breytingu á starfsskyldum Hannesar gera hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. „Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld).“ Áfram skuli Hannes hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.“ Þá segir Svanur að margir erlendir kollegar hans spyrji í forundan: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands? Svanur segist nú geta svarað með stolti. „Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað - grimmilega.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta.“ Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á Facebook. Í morgun voru sagðar fréttir af því að starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hefði verið breytt eftir að samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir yfirgangi af hans hálfu. Svanur segir kennara Stjórnmálafræðideildarinnar hafa fjarlægt Hannes af deildarfundum vegna hegðunar hans gagnvart þeim. „Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði.“ Þó hafi lagaleg staða Hannesar sem prófessors ekki breyst. „Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Svanur segir þessa breytingu á starfsskyldum Hannesar gera hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. „Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld).“ Áfram skuli Hannes hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.“ Þá segir Svanur að margir erlendir kollegar hans spyrji í forundan: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands? Svanur segist nú geta svarað með stolti. „Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað - grimmilega.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira