Ákveðið hefur verið að opna skóla- og skiptabókamarkað Griffills í Laugardalshöll á morgun.
Byrjað verður með látum í móttöku skiptibóka og verður greiddur bónus fyrir hverja skiptbók sem tekið verður á móti fram að verslunarmannahelgi.
„Við skoðuðum málið og niðurstaðan var sú að við opnum skólamarkaðinn okkar í Laugardalshöllinni og hefjumst handa við móttöku notaðra skólabóka strax á morgun,“ segir Ingþór Ásgeirsson, hjá Griffli.
Hægt verður að nálgast lista yfir skiptibækur á heimasíðu Griffils og á Facebook. Eins og áður sagði hefst móttaka skiptibóka á morgun klukkan 13:00 og skólamarkaður Griffils opnar svo formlega 7. ágúst.
