Líkamsleifar geymdar í kældum lestarvögnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 19:30 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. MH17 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
MH17 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent