Bólivíumenn lýsa því yfir að Ísrael sé "hryðjuverkaríki“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. júlí 2014 11:50 Evo Morales segir Ísrael ekki virða mannréttindasáttmála SÞ. Vísir/GETTY/AFP Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að Ísrael væri „hryðjuverkaríki“, vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Samhliða yfirlýsingunni voru gerðar breytingar á samskiptum ríkjanna. Nú þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bólivíu. Árið 1972 skrifuðu fulltrúar Ísraels og Bólivíu undir samkomulag sem fól í sér að ríkisborgarar ríkjanna þyrftu ekki vegabréfsáritanir þegar þeir ferðuðust á milli landanna. Bólivíumenn skipta ríkjum heimsins upp í flokka, eftir því hversu ítarlegar samþykktir ríkisborgarar þeirra ríkja þurfa að fá til að hljóta vegabréfsáritun. Ísrael er nú komið í neðsta flokkinn - þann þriðja - og þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja um vegabréfsáritun til Útlendingastofnunar Bólivíu. „Með öðrum orðum erum við að lýsa því yfir að Ísrael sé hryðjuverkaríki," segir Evo Morales í samtali við bólivíska miðilinn Página Siete og bætir við: „Ísraelsmenn hafa ekki virt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna." Í frétt frá USA Today kemur fram að ungt fólk frá Ísrael ferðast gjarnan til Suður Ameríku. Samskipti landsins við ríki álfunnar eru nú orðin stirð. Brasilía, Chile, Ekvador og Perú hafa kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. Í vikunni sagði Vísir frá því að talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans hefði hnýtt í Brasilíumenn vegna þess að knattspyrnulandsliðið tapaði 7-1 fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í sumar. Hann sagði jafnframt að Brasilía „væri enn diplómatískur dvergur." Þessi ummæli hans komu eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Gasa Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að Ísrael væri „hryðjuverkaríki“, vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Samhliða yfirlýsingunni voru gerðar breytingar á samskiptum ríkjanna. Nú þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bólivíu. Árið 1972 skrifuðu fulltrúar Ísraels og Bólivíu undir samkomulag sem fól í sér að ríkisborgarar ríkjanna þyrftu ekki vegabréfsáritanir þegar þeir ferðuðust á milli landanna. Bólivíumenn skipta ríkjum heimsins upp í flokka, eftir því hversu ítarlegar samþykktir ríkisborgarar þeirra ríkja þurfa að fá til að hljóta vegabréfsáritun. Ísrael er nú komið í neðsta flokkinn - þann þriðja - og þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja um vegabréfsáritun til Útlendingastofnunar Bólivíu. „Með öðrum orðum erum við að lýsa því yfir að Ísrael sé hryðjuverkaríki," segir Evo Morales í samtali við bólivíska miðilinn Página Siete og bætir við: „Ísraelsmenn hafa ekki virt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna." Í frétt frá USA Today kemur fram að ungt fólk frá Ísrael ferðast gjarnan til Suður Ameríku. Samskipti landsins við ríki álfunnar eru nú orðin stirð. Brasilía, Chile, Ekvador og Perú hafa kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. Í vikunni sagði Vísir frá því að talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans hefði hnýtt í Brasilíumenn vegna þess að knattspyrnulandsliðið tapaði 7-1 fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í sumar. Hann sagði jafnframt að Brasilía „væri enn diplómatískur dvergur." Þessi ummæli hans komu eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv.
Gasa Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira