Golf

Tiger í vandræðum á Valhalla

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tiger Woods slær á Valhalla-vellinum.
Tiger Woods slær á Valhalla-vellinum. vísir/getty
Vandræði Tigers Woods halda áfram, en hann er á tveimur höggum yfir pari eftir tíu holur á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi.

Óvíst var með þátttöku hans, en Tiger slasaðist á lokadegi WCG Bridgestone-mótsins um síðustu helgi.

Tiger hóf leik á tíunda teig á Valhalla-vellinum í Kentucky og fékk par á fyrstu holunni sem er par fimm.

Hann fékk svo skolla á næstu holu sem er par þrjú og annan skolla á næstu par þrjú holu, þeirri fjórtándu. Tiger fékk svo fyrsta fuglinn á 16. holu.

Tiger hóf seinni níu holurnar svo með skolla, en hann spilaði fyrstu brautina illa og var aldrei líklegur til að ná pari. Hann er í heildina á tveimur yfir pari.

Svíinn Freddy Jacobson er óvænt í forystu ásamt Bandaríkjamanninum KevinChappell þegar þetta er skrifað, en báðir eru fjórum höggum undir pari eftir tólf holur.

Útsending frá fyrsta degi hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00. Fáðu þér áskrift hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×