Dalton fær 13 milljarða næstu sex árin hjá Bengals Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 20:45 Andy Dalton verður áfram hjá Bengals. vísir/getty Andy Dalton, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin, en hann fékk nýjan risasamning hjá félaginu í dag. Bengals gerði sex ára samning við Dalton sem tryggir honum 115 milljónir dala í laun eða jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna. Hann fær 22 milljónr dala (2,5 milljarði króna) á fyrstu sex mánuðum samningsins. Dalton átti eitt ár eftir af nýliðasamningnum sínum og hefði ekki þénað „nema“ 1,7 milljónir dala eða 200 milljónir króna á næsta tímabili. Leikstjórnandinn sagði ESPN.com í dag að umboðsmaður hans hefði sagt honum frá samningnum í gærkvöldi, en hann áttaði sig ekki almennilega á stærð hans fyrr en eftir æfingu í morgun. „Fyrir utan peningana, þá er ég ánægður að fá að vera hérna áfram með minni fjölskyldu. Við erum að reyna að búa okkur til heimili hérna sem er mikilvægt,“ sagði Dalton við ESPN eftir æfinguna. Andy Dalton er einn af betri leikstjórnendum NFL-deildarinnar, en hann hefur komið Cincinnati Bengals í úrslitakeppnina öll þrjú árin sín í deildinni. Þar hefur hann reyndar tapað í fyrsta leik í öll þrjú skiptin. Dalton hefur bætt sig á hverju ári og ekki að ástæðulausu að hann fær svona stóran samning. Hann hefur bætt sig í heppnuðum sendingum og snertimörkum á hverju ári hingað til. Bengals er líkt og í fyrra líklegt til að vinna norðurriðil AFC-deildarinnar og komast í úrslitakeppnina á ný þar sem vonast er til að Dalton vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Andy Dalton, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin, en hann fékk nýjan risasamning hjá félaginu í dag. Bengals gerði sex ára samning við Dalton sem tryggir honum 115 milljónir dala í laun eða jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna. Hann fær 22 milljónr dala (2,5 milljarði króna) á fyrstu sex mánuðum samningsins. Dalton átti eitt ár eftir af nýliðasamningnum sínum og hefði ekki þénað „nema“ 1,7 milljónir dala eða 200 milljónir króna á næsta tímabili. Leikstjórnandinn sagði ESPN.com í dag að umboðsmaður hans hefði sagt honum frá samningnum í gærkvöldi, en hann áttaði sig ekki almennilega á stærð hans fyrr en eftir æfingu í morgun. „Fyrir utan peningana, þá er ég ánægður að fá að vera hérna áfram með minni fjölskyldu. Við erum að reyna að búa okkur til heimili hérna sem er mikilvægt,“ sagði Dalton við ESPN eftir æfinguna. Andy Dalton er einn af betri leikstjórnendum NFL-deildarinnar, en hann hefur komið Cincinnati Bengals í úrslitakeppnina öll þrjú árin sín í deildinni. Þar hefur hann reyndar tapað í fyrsta leik í öll þrjú skiptin. Dalton hefur bætt sig á hverju ári og ekki að ástæðulausu að hann fær svona stóran samning. Hann hefur bætt sig í heppnuðum sendingum og snertimörkum á hverju ári hingað til. Bengals er líkt og í fyrra líklegt til að vinna norðurriðil AFC-deildarinnar og komast í úrslitakeppnina á ný þar sem vonast er til að Dalton vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira