Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 14:24 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi óskað eftir því að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. Vísir/Stefán Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“ Lekamálið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“
Lekamálið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira