Golf

Russell Henley efstur fyrir lokahringinn í Boston

Russell Henley hefur verið í stuði í Boston.
Russell Henley hefur verið í stuði í Boston. AP/Getty
Bandaríkjamaðurinn ungi, Russell Henley, leiðir á Deutsche Bank Championship fyrir lokahringinn en hann hefur leikið fyrstu þrjá hringina á TPC Boston vellinum á samtals 12 höggum undir pari.

Í öðru sæti er Billy Horschel á 11 höggum undir pari en Chris Kirk, Jason Day og Rory McIlroy deila þriðja sætinu á 10 höggum undir pari. Kirk og McIlroy voru töluvert frá efstu mönnum fyrir hringinn í dag en þeir léku saman í ráshóp. Þeir fóru báðir á kostum og komu inn á 64 höggum eða sjö undir pari og flugu því upp skortöfluna.

Nokkrir þekktir kylfingar eru þá ekki langt frá efstu mönnum fyrir lokahringinn en þar má nefna Webb Simpson á níu höggum undir, Keegan Bradley á átta undir og ungstirnin Rickie Fowler og Jordan Spieth á sjö höggum undir pari.

Lokahringurinn á Deutsche Bank Championship lofar því góðu en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×