Þróttarar keyrðu yfir Tindastól í fyrstu deild karla í fótbolta i dag. Lokatölur urðu 4-0 í Laugardalnum.
Staðan var markalaus í hálfleik, en í síðari hálfleik skiptu röndóttir heimamenn um gír og keyrðu yfir fallna Sauðkrækingar.
Síðari hálfleikur byrjaði ótrúlega. Björgólfur Takefusa kom Þrótturum yfir á 47. mínútu, Matthew Eliasson bætti við öðru marki á 48. mínútu og Björgólfur bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Þróttara á 49. mínútu.
Oddur Björnsson negldi svo síðasta naglann í líkkistu Tindastóls tíu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Með sigrinum fór Þróttur upp í fjórða sæti deildarinnar, en Tindastóll er einungis með þrjú stig á botninum og eru fallnir.
Takefusa í stuði í sigri Þróttar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn