Til stendur að fella niður tímabundna fjárveitingu upp á fimm milljónir króna frá í fyrra sem skiptust á Íþróttasamband fatlaðra (2 milljónir kr.) og Skáksamband Íslands (3 milljónir kr.).
Lagt er til að Skáksamband Íslands fái 3 milljónir aukalega til sérstakra fræðsluverkefna við skákkennslu í grunnskólum. Þá stendur til að veita Bridgesambandi Íslands 2 milljónir króna til að fjármagna þátttöku í Evrópumóti í Króatíu og þátttöku unglinga- og kvennaliða í Evrópumótum.
Þá hækka greiðslur í Launasjóð stórmeistara úr 20 í 20,8 milljónir króna á milli ára. Framlag til Skákskóla Íslands hækkar úr 7,9 milljónum í 8,3 milljónir króna á milli ára.
Hér að neðan má sjá framlög til íþróttamála á árinu.
