Golf

Stelpurnar enduðu í 29.-31. sæti í Japan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari ásamt þeim Guðrúnu Brá, Sunnu, Ólafíu Þórunni og Hauki forseta GSÍ.
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari ásamt þeim Guðrúnu Brá, Sunnu, Ólafíu Þórunni og Hauki forseta GSÍ. mynd/golf.is
Íslenska kvennalandsliðið í golfi lauk keppni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Japan í morgun, en stelpurnar enduðu í 29.-31. sæti á mótinu. Af Evrópuþjóðum varð Ísland í 15. sæti af 26.

Stelpurnar spiluðu mótið í heildina á tólf höggum yfir pari og urðu jafnar liðum Hong Kong og Suður-Afríku.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK spiluðu báðar hringina fjóra á samtals 294 höggum og höfnuðu í 58. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna Víðisdóttir spilaði á 309 höggum og varð í 107. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×