Jón Arnór æfir hjá NBA-liði

Þetta staðfesti hann í samtali við karfan.is en Jón Arnór er sem stendur samningslaus og fer nú til Dallas í boði Donnie Nelson, framkvæmdarstjóra félagsins.
„Þetta er mitt „pre-season“ í ár. Það er rólegt sem stendur í samningamálum þannig að ég held mér í formi og um leið kem mér í betra stand hérna á meðan,“ sagði Jón Arnór við síðuna.
Hann hafði verið orðaður við lið á Tyrklandi, Spáni og Ítalíu en samningar tókust ekki við þau lið.
Tengdar fréttir

Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum
Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum með íslenska landsliðinu í naumu tapi gegn Bosníu í kvöld var gríðarlega sáttur í leikslok.

Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni
Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015.

Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning.

Jón Arnór: Rétt ákvörðun þó að hún sé mjög erfið
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland um næstu helgi og Valtýr Björn Valtýsson ræddi við kappann í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fékk að vita af hverju besti leikmaður landsliðsins getur ekki spilað þessa leiki.

Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér
Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því.

Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum
Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015.