Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlauparinn í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein.
Atvikið átti sér stað í maí en Peterson hefur viðurkennt að hafa „refsað“ syni sínum með því að slá hann með trjágrein í bak, rass og læri.
Peterson sat þó ekki lengi í fangelsinu því hann losnaði gegn 15.000 dala tryggingu um hálftíma eftir að hann var handtekinn eftir að hafa gefið sig sjálfan fram til lögreglu.
Peterson segist þó aldrei hafa ætlað sér að meiða son sinn en hann missir af næsta leik Minnesota Vikings á morgun gegn New England Patriots.
Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið





„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn