Bjarni segir vinstrimenn ekki skynja skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 19:45 Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni. Alþingi Fjárlög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira