Bjarni segir vinstrimenn ekki skynja skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 19:45 Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni. Alþingi Fjárlög Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira