Golf

Rotaðist þegar hann fékk golfkúlu í hausinn á miðju móti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hugað að Zanotti í dag.
Hugað að Zanotti í dag. Vísir/Getty
Stöðva þurfti leik á KLM Open, alþjóðlegu golfmóti í Hollandi í dag sem er hluti af evrópsku mótaröðinni eftir að paragvæski kylfingurinn Fabrizio Zanotti rotaðist á 16. braut þegar hann fékk golfkúlu í hausinn.

Zanotti sem er 31 árs gamall var á 16. braut en kylfingurinn sem sló boltanum í hausinn á honum sló af 14. teig.

Zanotti sem sigraði á BMW International Open neyddist til þess að hætta leik og var hann tekinn á næsta spítala þar sem gert var að sárum hans en seinna var staðfest að hann væri ekki í hættu.

Missir hann því af tækifærinu að vinna ferð fyrir einn upp í geim en fyrir holu í höggi á 15. holu vallarins fær sá fyrsti geimferð í verðlaun. Zanotti fékk eina tilraun en hann fékk par á holunni.


Tengdar fréttir

Geimferð fyrir holu í höggi

Verðlaunin fyrir þann sem fer fyrstu holu í höggi á 15. holu vallarins er geimferð fyrir einn á KLM mótinu í Hollandi um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×