Golf

Evrópa í góðri stöðu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dubiusson og McDowell fóru á kostum í dag
Dubiusson og McDowell fóru á kostum í dag vísir/getty
Evrópa er í góðri stöðu fyrir lokadag Ryder keppni Evrópu og Bandaríkjanna í golfi. Evrópa vann fjórmenninginn eftir hádegi í dag með 3,5 vinningum gegn 0,5 og leiðir samanlagt 10-6.

Tólf stig eru í pottinum á morgun en Evrópu nægir fjögur stig til að verja titilinn. Hafa ber hugfast að Evrópa vann upp 10-6 mun á Medinah vellinum í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum og því eru úrslitin ekki ráðin en lokadagurinn er í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun og hefst útsending klukkan 10.

Jamie Donaldson og Lee Westwood lögðu Zach Johnson og Matt Kuchar 2/1 í fjórmenningnum í dag. Sergio Garcia og Rory McIlroy skelltu Jim Furyk og Hunter Mahan 3/2.

Victor Dubuisson og Graeme McDowell fóru á kostum og unnu Jimmy Walker og Rickie Fowler 5/4 og að lokum skildu Martin Kaymer og Justin Rose og Jordan Spieth og Patrick Reed jafnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×