Joost Luiten lék best allra í Wales 22. september 2014 19:41 Joost Luiten var sigursæll um helgina. AP/Getty Hollendingurinn Joost Luiten sigraði á Opna velska meistaramótinu sem fram fór á hinum glæsilega Celtic Manor velli og kláraðist um helgina. Luiten lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari en sigurinn var þó langt í frá öruggur þar sem nokkrir kylfingar gerðu harða baráttu að honum á lokahringnum. Luiten hafði þó sigur með einu höggi en Shane Lowry frá Írlandi og Englendingurinn Tommy Fleetwood deildu öðru sætinu, einu höggi á eftir, á 13 höggum undir pari. Luiten var ekki langt frá því að spila sig inn í Ryder-lið Evrópu á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliða liðsins, Paul McGinley, í fyrirliðavalinu. Hann getur þó huggað sig við ávísun upp á 375 þúsund evrur eða rúmlega 56 milljónir króna sem hann fékk fyrir sigurinn um helgina. Þrír kylfingar úr Ryder-liði Evrópu tóku þátt í mótinu í Wales um síðustu helgi en heimamaðurinn Jamie Donaldson lék best þeirra og endaði að lokum jafn í fjórða sæti á 12 undir pari. Lee Westwood og Thomas Björn sigldu hins vegar lygnan sjó neðar á skortöflunni og enduðu mótið í kring um parið. Þá er gaman að geta þess að lengsta upphafshögg í sögu Evrópumótaraðarinnar var mælt í mótinu um helgina en þar var að verki Belginn högglangi Nicolas Colsaerts. Upphafshögg hans á 18. holu fór alls 409 metra en Colsaerts þurfti aðeins fleygjárn í annað högg á þessari par 5 holu. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hollendingurinn Joost Luiten sigraði á Opna velska meistaramótinu sem fram fór á hinum glæsilega Celtic Manor velli og kláraðist um helgina. Luiten lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari en sigurinn var þó langt í frá öruggur þar sem nokkrir kylfingar gerðu harða baráttu að honum á lokahringnum. Luiten hafði þó sigur með einu höggi en Shane Lowry frá Írlandi og Englendingurinn Tommy Fleetwood deildu öðru sætinu, einu höggi á eftir, á 13 höggum undir pari. Luiten var ekki langt frá því að spila sig inn í Ryder-lið Evrópu á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliða liðsins, Paul McGinley, í fyrirliðavalinu. Hann getur þó huggað sig við ávísun upp á 375 þúsund evrur eða rúmlega 56 milljónir króna sem hann fékk fyrir sigurinn um helgina. Þrír kylfingar úr Ryder-liði Evrópu tóku þátt í mótinu í Wales um síðustu helgi en heimamaðurinn Jamie Donaldson lék best þeirra og endaði að lokum jafn í fjórða sæti á 12 undir pari. Lee Westwood og Thomas Björn sigldu hins vegar lygnan sjó neðar á skortöflunni og enduðu mótið í kring um parið. Þá er gaman að geta þess að lengsta upphafshögg í sögu Evrópumótaraðarinnar var mælt í mótinu um helgina en þar var að verki Belginn högglangi Nicolas Colsaerts. Upphafshögg hans á 18. holu fór alls 409 metra en Colsaerts þurfti aðeins fleygjárn í annað högg á þessari par 5 holu.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira