Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR- Njarðvík 92-78 | Auðveldur sigur hjá KR Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 9. október 2014 14:50 KR vann flottan sigur á Njarðvík, 92-78, í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í Vesturbænum. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 29 stig og tók 18 fráköst, magnaður leikur hjá honum. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 7-0. Njarðvíkingar mættu einfaldlega ekki til leiks til að byrja með en unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Logi Gunnarsson fór mikinn í liði Njarðvíkinga sem jöfnuðu leikinn fljótlega. Hann gerði sjö stig í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 22-19. KR-ingar héldu áfram að auka við forskot sitt í öðrum leikhluta og spiluðu einstaklega vel, þá sérstaklega Michael Craion sem hafði gert 19 stig þegar leikurinn var hálfnaður. Njarðvíkingar áttu í erfileikum með vörn heimamanna og voru oft á tíðum í vandræðum með að koma skoti að. Rétt undir lok hálfleiksins stal Björn Kristjánsson, leikmaður KR, boltanum og aðeins voru fimm sekúndur eftir af hálfleiknum. Hann brunaði upp völlinn og kom boltanum í körfuna, en í skotinu var brotið á honum og því fékk hann vítaskot að auki sem hann setti einnig niður. Frábær flétta hjá KR sem leiddu leikinn með 14 stigum í hálfleik, 49-35. Heimamenn spiluðu enn betur í þriðja leikhlutanum og fóru oft á tíðum á kostum. Björn Kristjánsson var flottur í liði KR og hafði gert 15 stig eftir þrjá leikhluta. Njarðvíkingar voru í töluverðum vandræðum með sóknarleik sinni og spiluðu ekki betur en vörn KR-inga leyfði. Lítið gekk upp hjá Njarðvíkingum sem voru tuttugu stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 73-53. Í fjórða og síðasta leikhlutanum héldu KR-ingar bara áfram. Það er skemmst frá því að segja að sigur þeirra var aldrei í hættu, ekki frá fyrstu mínútu leiksins og lauk leiknum með 92-78 sigri heimamanna.KR-Njarðvík 92-78 (22-19, 27-16, 24-18, 19-25)KR: Michael Craion 29/18 fráköst, Björn Kristjánsson 15/7 fráköst, Darri Hilmarsson 14/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Helgi Már Magnússon 8/5 fráköst, Illugi Auðunsson 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 1, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.Njarðvík: Logi Gunnarsson 15, Mirko Stefán Virijevic 13/15 fráköst, Dustin Salisbery 13/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Maciej Stanislav Baginski 7, Ágúst Orrason 5, Oddur Birnir Pétursson 4, Ólafur Aron Ingvason 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0. Friðrik Ingi: Vorum alltaf skrefi á eftir þeim„Við vorum afar slakir í kvöld,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir ósigurinn í kvöld. „Við vorum alltaf skrefi á eftir og hittum illa allan leikinn. Menn voru seinir til baka, sérstaklega í byrjun leiks en náðum að laga það í síðari hálfleiknum.“ Friðrik segir að liðið hafi aldrei náð dampi og leikmennirnir hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vitum svosem alveg hvar vandræðin eru og það er eitthvað sem við höldum áfram að vinna í.“ Friðrik Ingi er að snúa til baka í þjálfun eftir margra ára fjarveru. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég er búinn að vera á kafi í körfubolta í öll þessi ár og það er einhvern veginn eins og ég hafi aldrei gert neitt annað.“ Finnur: Vorum mikið betri allan leikinn„Þetta var virkilega góður sigur og ég er ánægður með það hvernig menn mættu til leiks,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Þrátt fyrir nokkra slæma kafla þá fannst mér við heilt yfir mikið betri aðilinn í leiknum. Það kom sterkur kafli hjá okkur í öðrum leikhluta þegar við náðum að setja einhver níu stig í röð án þess að Njarðvíkingar gátu svara og það byggði upp gott forskot.“ Finnur segir að liðið hafi nýtt sér þá staðreynd að ekki væri ýkja hávaxnir menn í liði Njarðvíkur. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, en Njarðvíkurliðið er vel skipað og gott. Þessi sigur gefur bara góð fyrirheitt fyrir framhaldið.“ Bein lýsing frá leiknum í kvöld:Leik lokið (92-78): Öruggir sigur KR í fyrstu umferð. Njarðvíkingar eiga eitthvað í land með að slípa sig saman.37. mínúta (90-67): Finnur Atli með fína körfu fyrir KR. Njarðvíkingar eru hættir og bæði lið í raun.35. mínúta (84-60): Munurinn orðinn 24 stig og þetta er orðið útilokað fyrir gestina. Svo virðist sem Íslandsmeistaranir ætli að vinna auðveldan sigur í fyrstu umferð.32. mínúta (80-57): Nú þurfa gestirnir að koma með risaáhlaup til að eiga möguleika.3. leikhluta lokið (73-53): KR-ingar leiðar með tuttugu stiga mun fyrir loka leikhlutann og þetta verður mjög erfitt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa einfaldlega kraftaverk.29. mínúta (68-48): Heimamenn eru bara að valta yfir Njarðvíkingana þessa stundina. Það fer allt niður hjá þeim og munurinn orðinn tuttugu stig.27. mínúta (58-42): Njarðvíkingar misnota tvö vítaskot og lítið gengur upp hjá gestunum.24.mínúta (54-40): Enn sami munur á liðunum og Njarðvíkingar þurfa heldur betur að fara spýta í lófana.21. mínúta (49-35): Síðari hálfleikurinn farinn af stað.Hálfleikur (49-35): Björn Kristjánsson, leikmaður KR, stal boltanum þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir af hálfleiknum, brunaði upp völlinn og kom boltanum í körfuna. Brotið var á honum og því fékk hann vítaskot að auki sem hann setti einnig niður. Frábær flétta hjá KR sem leiða með 14 stigum í hálfleik.17. mínúta (42-27): Rosalega troðsa hjá Michael Craion sem er kominn með 19 stig. 15 stiga munur á liðunum.16. mínúta (37-25): Heimamenn enn með fín tök á leiknum. Spila flottan varnaleik og enn betri sóknarleik.14. mínúta (32-23): Michael Craion að spila vel fyrir KR-inga og er kominn með 13 stig. Heimamenn eru að finna taktinn hér í öðrum leikhluta.12. mínúta (27-19): KR-ingar með fyrstu stigin í öðrum leikhluta og byrja vel.1. leikhluta lokið (22-19): KR-ingar voru sterkari undir lok fjórðungsins og leiða eftir 10 mínútna leik.8. mínúta (13-13): Jafnræði á með liðunum núna. Logi Gunnarsson að spila vel fyrir gestina.5. mínúta (7-7): Logi með flottan þrist og þetta virðist vera detta betur fyrir gestina. Njarðvíkingar jafna strax metin.4. mínúta (7-0): Njarðvíkingar ekki mættir til leiks. KR-ingar með þá í vasanum á upphafsmínútunum og það gengur ekkert í sóknarleik gestanna.2. mínúta (3-0): KR-ingar byrja betur.1. mínúta (0-0): Þá er leikurinn hafinn.Fyrir leik: Pawel er ekki með KR í kvöld vegna smávægilegra meiðsla.Fyrir leik: Einhver töf verður á leiknum en ekki hefur tekist að lagfæra skotklukkana öðru megin á vellinum.Fyrir leik: Nú styttist óðum í leikinn og fólk að mæta í höllina. Fyrir leik: Það virðist vera eitthvað að einni skotklukkunni hér í DHL-höllinni og eru starfsmenn KR að vinn að því að koma henni í gagnið. Þetta hefst vonandi fyrir leik.Fyrir leik: KR-ingar fengu Michael Craion til liðsins í sumar og er það heldur betur mikill liðsstyrkur. Hann gerði 28 stig gegn Grindjánum og tók átta fráköst.Fyrir leik: KR-ingar unnu þægilegan sigur á Grindvíkingum á dögunum í leiknum um meistari meistaranna. Það kannski ekki mörgum á óvart að þeim sé spáð Íslandsmeistaratitlinum. Fyrir leik: Jæja þá fer Dominos-deildin af stað í kvöld og við erum að tala um rándýran leik í Vesturbænum. Leikmenn komnir út og byrjaðir að hita upp.Vísir/StefánCraion var magnaður í liði KR í kvöld.Vísir/Stefán Dominos-deild karla Tengdar fréttir Utan vallar: Vonandi ekki 1+11 deildin Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. 9. október 2014 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 80-85 | Nýliðarnir byrja á sigri Tindastóll vann Stjörnuna í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur. Lokatölur 80-83. 9. október 2014 14:51 Öruggur Snæfellssigur | Gömlu mennirnir góðir í sigri Keflavíkur Domino's deild karla í körfubolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. 9. október 2014 21:05 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
KR vann flottan sigur á Njarðvík, 92-78, í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í Vesturbænum. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 29 stig og tók 18 fráköst, magnaður leikur hjá honum. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 7-0. Njarðvíkingar mættu einfaldlega ekki til leiks til að byrja með en unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Logi Gunnarsson fór mikinn í liði Njarðvíkinga sem jöfnuðu leikinn fljótlega. Hann gerði sjö stig í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 22-19. KR-ingar héldu áfram að auka við forskot sitt í öðrum leikhluta og spiluðu einstaklega vel, þá sérstaklega Michael Craion sem hafði gert 19 stig þegar leikurinn var hálfnaður. Njarðvíkingar áttu í erfileikum með vörn heimamanna og voru oft á tíðum í vandræðum með að koma skoti að. Rétt undir lok hálfleiksins stal Björn Kristjánsson, leikmaður KR, boltanum og aðeins voru fimm sekúndur eftir af hálfleiknum. Hann brunaði upp völlinn og kom boltanum í körfuna, en í skotinu var brotið á honum og því fékk hann vítaskot að auki sem hann setti einnig niður. Frábær flétta hjá KR sem leiddu leikinn með 14 stigum í hálfleik, 49-35. Heimamenn spiluðu enn betur í þriðja leikhlutanum og fóru oft á tíðum á kostum. Björn Kristjánsson var flottur í liði KR og hafði gert 15 stig eftir þrjá leikhluta. Njarðvíkingar voru í töluverðum vandræðum með sóknarleik sinni og spiluðu ekki betur en vörn KR-inga leyfði. Lítið gekk upp hjá Njarðvíkingum sem voru tuttugu stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 73-53. Í fjórða og síðasta leikhlutanum héldu KR-ingar bara áfram. Það er skemmst frá því að segja að sigur þeirra var aldrei í hættu, ekki frá fyrstu mínútu leiksins og lauk leiknum með 92-78 sigri heimamanna.KR-Njarðvík 92-78 (22-19, 27-16, 24-18, 19-25)KR: Michael Craion 29/18 fráköst, Björn Kristjánsson 15/7 fráköst, Darri Hilmarsson 14/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Helgi Már Magnússon 8/5 fráköst, Illugi Auðunsson 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 1, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.Njarðvík: Logi Gunnarsson 15, Mirko Stefán Virijevic 13/15 fráköst, Dustin Salisbery 13/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Maciej Stanislav Baginski 7, Ágúst Orrason 5, Oddur Birnir Pétursson 4, Ólafur Aron Ingvason 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0. Friðrik Ingi: Vorum alltaf skrefi á eftir þeim„Við vorum afar slakir í kvöld,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir ósigurinn í kvöld. „Við vorum alltaf skrefi á eftir og hittum illa allan leikinn. Menn voru seinir til baka, sérstaklega í byrjun leiks en náðum að laga það í síðari hálfleiknum.“ Friðrik segir að liðið hafi aldrei náð dampi og leikmennirnir hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vitum svosem alveg hvar vandræðin eru og það er eitthvað sem við höldum áfram að vinna í.“ Friðrik Ingi er að snúa til baka í þjálfun eftir margra ára fjarveru. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég er búinn að vera á kafi í körfubolta í öll þessi ár og það er einhvern veginn eins og ég hafi aldrei gert neitt annað.“ Finnur: Vorum mikið betri allan leikinn„Þetta var virkilega góður sigur og ég er ánægður með það hvernig menn mættu til leiks,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Þrátt fyrir nokkra slæma kafla þá fannst mér við heilt yfir mikið betri aðilinn í leiknum. Það kom sterkur kafli hjá okkur í öðrum leikhluta þegar við náðum að setja einhver níu stig í röð án þess að Njarðvíkingar gátu svara og það byggði upp gott forskot.“ Finnur segir að liðið hafi nýtt sér þá staðreynd að ekki væri ýkja hávaxnir menn í liði Njarðvíkur. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, en Njarðvíkurliðið er vel skipað og gott. Þessi sigur gefur bara góð fyrirheitt fyrir framhaldið.“ Bein lýsing frá leiknum í kvöld:Leik lokið (92-78): Öruggir sigur KR í fyrstu umferð. Njarðvíkingar eiga eitthvað í land með að slípa sig saman.37. mínúta (90-67): Finnur Atli með fína körfu fyrir KR. Njarðvíkingar eru hættir og bæði lið í raun.35. mínúta (84-60): Munurinn orðinn 24 stig og þetta er orðið útilokað fyrir gestina. Svo virðist sem Íslandsmeistaranir ætli að vinna auðveldan sigur í fyrstu umferð.32. mínúta (80-57): Nú þurfa gestirnir að koma með risaáhlaup til að eiga möguleika.3. leikhluta lokið (73-53): KR-ingar leiðar með tuttugu stiga mun fyrir loka leikhlutann og þetta verður mjög erfitt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa einfaldlega kraftaverk.29. mínúta (68-48): Heimamenn eru bara að valta yfir Njarðvíkingana þessa stundina. Það fer allt niður hjá þeim og munurinn orðinn tuttugu stig.27. mínúta (58-42): Njarðvíkingar misnota tvö vítaskot og lítið gengur upp hjá gestunum.24.mínúta (54-40): Enn sami munur á liðunum og Njarðvíkingar þurfa heldur betur að fara spýta í lófana.21. mínúta (49-35): Síðari hálfleikurinn farinn af stað.Hálfleikur (49-35): Björn Kristjánsson, leikmaður KR, stal boltanum þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir af hálfleiknum, brunaði upp völlinn og kom boltanum í körfuna. Brotið var á honum og því fékk hann vítaskot að auki sem hann setti einnig niður. Frábær flétta hjá KR sem leiða með 14 stigum í hálfleik.17. mínúta (42-27): Rosalega troðsa hjá Michael Craion sem er kominn með 19 stig. 15 stiga munur á liðunum.16. mínúta (37-25): Heimamenn enn með fín tök á leiknum. Spila flottan varnaleik og enn betri sóknarleik.14. mínúta (32-23): Michael Craion að spila vel fyrir KR-inga og er kominn með 13 stig. Heimamenn eru að finna taktinn hér í öðrum leikhluta.12. mínúta (27-19): KR-ingar með fyrstu stigin í öðrum leikhluta og byrja vel.1. leikhluta lokið (22-19): KR-ingar voru sterkari undir lok fjórðungsins og leiða eftir 10 mínútna leik.8. mínúta (13-13): Jafnræði á með liðunum núna. Logi Gunnarsson að spila vel fyrir gestina.5. mínúta (7-7): Logi með flottan þrist og þetta virðist vera detta betur fyrir gestina. Njarðvíkingar jafna strax metin.4. mínúta (7-0): Njarðvíkingar ekki mættir til leiks. KR-ingar með þá í vasanum á upphafsmínútunum og það gengur ekkert í sóknarleik gestanna.2. mínúta (3-0): KR-ingar byrja betur.1. mínúta (0-0): Þá er leikurinn hafinn.Fyrir leik: Pawel er ekki með KR í kvöld vegna smávægilegra meiðsla.Fyrir leik: Einhver töf verður á leiknum en ekki hefur tekist að lagfæra skotklukkana öðru megin á vellinum.Fyrir leik: Nú styttist óðum í leikinn og fólk að mæta í höllina. Fyrir leik: Það virðist vera eitthvað að einni skotklukkunni hér í DHL-höllinni og eru starfsmenn KR að vinn að því að koma henni í gagnið. Þetta hefst vonandi fyrir leik.Fyrir leik: KR-ingar fengu Michael Craion til liðsins í sumar og er það heldur betur mikill liðsstyrkur. Hann gerði 28 stig gegn Grindjánum og tók átta fráköst.Fyrir leik: KR-ingar unnu þægilegan sigur á Grindvíkingum á dögunum í leiknum um meistari meistaranna. Það kannski ekki mörgum á óvart að þeim sé spáð Íslandsmeistaratitlinum. Fyrir leik: Jæja þá fer Dominos-deildin af stað í kvöld og við erum að tala um rándýran leik í Vesturbænum. Leikmenn komnir út og byrjaðir að hita upp.Vísir/StefánCraion var magnaður í liði KR í kvöld.Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Utan vallar: Vonandi ekki 1+11 deildin Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. 9. október 2014 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 80-85 | Nýliðarnir byrja á sigri Tindastóll vann Stjörnuna í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur. Lokatölur 80-83. 9. október 2014 14:51 Öruggur Snæfellssigur | Gömlu mennirnir góðir í sigri Keflavíkur Domino's deild karla í körfubolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. 9. október 2014 21:05 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Utan vallar: Vonandi ekki 1+11 deildin Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. 9. október 2014 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 80-85 | Nýliðarnir byrja á sigri Tindastóll vann Stjörnuna í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur. Lokatölur 80-83. 9. október 2014 14:51
Öruggur Snæfellssigur | Gömlu mennirnir góðir í sigri Keflavíkur Domino's deild karla í körfubolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. 9. október 2014 21:05