Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 14:28 "Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök.“ Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum. Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent