Keflvíkingar veðja á rappara sem var rekinn úr skóla Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2014 15:30 William Graves tekur upp á ýmsu. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn William Graves mun spila með karlaliði Keflavíkur í Dominso-deildinni í körfubolta í vetur en hann lék á sínum tíma með hinum virta háskóla University of North Carolina. Keflvíkingar segja frá því á heimasíðu sinni að Graves sé kominn á klakkann. Keflavík hafði áður samið við Titus Rubles en honum var synjað um landvistarleyfi hér á landi þar sem hann hafði verið handtekinn með kannabisefni í vestanhafs. William Graves lenti líka í vandræðum í desember síðastliðnum þegar hann var tekinn með eiturlyf í húsi í eigi UNC-þjálfarans Roy Williams. Graves var þá hluti af þjálfarateymi North Carolina háskóla á meðan hann kláraði háskólaprófið sitt. Hann leigði húsið af aðalþjálfaranum og aðstoðaði hann við leikgreiningu. Norður-Karólínu háskólinn er einn sá allra virtasti í Bandaríkjunum en þekktasti leikmaður skólaliðsins er án vafa Michael Jordan sem útskrifaðist vorið 1984 eftir að hafa unnið einn háskólatitil með skólaliðinu. Roy Williams hafði áður vísað William Graves úr skólaliðinu árið 2010 fyrir að virða ekki reglur liðsins. Graves var með 9,8 stig, 4,6 fráköst og 2,0 þriggja stiga körfur í leik á síðasta ári sínu með UNC. Það er hægt að sjá myndband hér fyrir neðan með frábærri frammistöðu Graves með UNC í leik á móti Georgia Tech. Þar er ljóst að um hörku leikmann er að ræða og nú vona Keflvíkingar að vandræðin haldi ekki áfram að elta á Íslandi. Síðan Graves var rekinn úr skólaliði Norður-Karólínu háskólans hefur hann spilað sem atvinnumaður í Japan og Argentínu. Graves er tæplega tveggja metrar á hæð og um 110 kíló. Graves kann ýmislegt fyrir sér fyrir utan völlinn og þeir sem vilja kynnast honum sem rapparnum SmoovWillyG geta smellt á linkinn hér á undan.William Graves er flottur leikmaður.Vísir/Getty Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn William Graves mun spila með karlaliði Keflavíkur í Dominso-deildinni í körfubolta í vetur en hann lék á sínum tíma með hinum virta háskóla University of North Carolina. Keflvíkingar segja frá því á heimasíðu sinni að Graves sé kominn á klakkann. Keflavík hafði áður samið við Titus Rubles en honum var synjað um landvistarleyfi hér á landi þar sem hann hafði verið handtekinn með kannabisefni í vestanhafs. William Graves lenti líka í vandræðum í desember síðastliðnum þegar hann var tekinn með eiturlyf í húsi í eigi UNC-þjálfarans Roy Williams. Graves var þá hluti af þjálfarateymi North Carolina háskóla á meðan hann kláraði háskólaprófið sitt. Hann leigði húsið af aðalþjálfaranum og aðstoðaði hann við leikgreiningu. Norður-Karólínu háskólinn er einn sá allra virtasti í Bandaríkjunum en þekktasti leikmaður skólaliðsins er án vafa Michael Jordan sem útskrifaðist vorið 1984 eftir að hafa unnið einn háskólatitil með skólaliðinu. Roy Williams hafði áður vísað William Graves úr skólaliðinu árið 2010 fyrir að virða ekki reglur liðsins. Graves var með 9,8 stig, 4,6 fráköst og 2,0 þriggja stiga körfur í leik á síðasta ári sínu með UNC. Það er hægt að sjá myndband hér fyrir neðan með frábærri frammistöðu Graves með UNC í leik á móti Georgia Tech. Þar er ljóst að um hörku leikmann er að ræða og nú vona Keflvíkingar að vandræðin haldi ekki áfram að elta á Íslandi. Síðan Graves var rekinn úr skólaliði Norður-Karólínu háskólans hefur hann spilað sem atvinnumaður í Japan og Argentínu. Graves er tæplega tveggja metrar á hæð og um 110 kíló. Graves kann ýmislegt fyrir sér fyrir utan völlinn og þeir sem vilja kynnast honum sem rapparnum SmoovWillyG geta smellt á linkinn hér á undan.William Graves er flottur leikmaður.Vísir/Getty
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Sjá meira
Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45
Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34