Aftakaveður austur í Öræfum Gissur Sigurðsson skrifar 7. október 2014 13:57 Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm Aftakaveður geisaði austur í Öræfum síðdegis í gær og fóru björgunarsveitarmenn um svæðið á tíu tonna bryndreka til bjarga fólki í vanda. Engan sakaði í hamförunum, sem voru einhverjar þær verstu í langan tíma, að sögn heimamanna. Þeir komu meðal annars erlendu pari til hjálpar þar sem það sat bjargarlaust í bíl sínum skammt frá Skaftafelli, eftir að grjótfok hafði brotið tvær rúður í bílnum þannig að óveðrið buldi á þeim. Þau voru að vonum skelkuð en ómeidd að sögn Ármanns Guðmundssonar í björgunarsveitinni Kára. Þau voru vistuð á hótelinu í Skaftafelli. Þá fauk dráttarvagn, sem var aftan í stórum flutningabíl, á hliðina í vindhviðu og þurfti að koma honum út af veginum. Lítill rútubíll með tveimur mönnum um borð fauk svo á hliðina á þjóðveginum skammt frá Skaftafelli en hvorugan sakaði. Og þegar björgunarsveitarmenn sáu smárútu, fulla af fólki koma á móti sér og stefna inn í mesta veðurofsann, stöðvuðu þeir rútuna og beindu fólkinu á hótelið í Skaftafelli. Bæði Vegagerðin og Veðurstofan höfðu varað við mjög snörpum vindhviðum á þessu svæði í gær. Á meðan á þessu stóð í Öræfunum fóru björgunarmenn frá Höfn til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu í föstum bíl sínum úti í á í grennd við bæinn Hoffell. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var bíllinn mannlaus, en brátt kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað húsaskjóls á næsta bæ og amaði ekkert að þeim. Veður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Aftakaveður geisaði austur í Öræfum síðdegis í gær og fóru björgunarsveitarmenn um svæðið á tíu tonna bryndreka til bjarga fólki í vanda. Engan sakaði í hamförunum, sem voru einhverjar þær verstu í langan tíma, að sögn heimamanna. Þeir komu meðal annars erlendu pari til hjálpar þar sem það sat bjargarlaust í bíl sínum skammt frá Skaftafelli, eftir að grjótfok hafði brotið tvær rúður í bílnum þannig að óveðrið buldi á þeim. Þau voru að vonum skelkuð en ómeidd að sögn Ármanns Guðmundssonar í björgunarsveitinni Kára. Þau voru vistuð á hótelinu í Skaftafelli. Þá fauk dráttarvagn, sem var aftan í stórum flutningabíl, á hliðina í vindhviðu og þurfti að koma honum út af veginum. Lítill rútubíll með tveimur mönnum um borð fauk svo á hliðina á þjóðveginum skammt frá Skaftafelli en hvorugan sakaði. Og þegar björgunarsveitarmenn sáu smárútu, fulla af fólki koma á móti sér og stefna inn í mesta veðurofsann, stöðvuðu þeir rútuna og beindu fólkinu á hótelið í Skaftafelli. Bæði Vegagerðin og Veðurstofan höfðu varað við mjög snörpum vindhviðum á þessu svæði í gær. Á meðan á þessu stóð í Öræfunum fóru björgunarmenn frá Höfn til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu í föstum bíl sínum úti í á í grennd við bæinn Hoffell. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var bíllinn mannlaus, en brátt kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað húsaskjóls á næsta bæ og amaði ekkert að þeim.
Veður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira