Jean Todt, forseti FIA, Alþjóðasambands atvinnuökumanna, færði heiminum góðar fréttir af þýsku formúlugoðsögninni Michael Schumacher sem er allur að koma til.
Schumacher hefur verið að jafna sig eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg eftir fall á skíðum í frönsku Ölpunum milli jóla og nýárs. Schumacher var í dái í 189 daga eða frá 29. desember 2013 til 16. júní 2014 en fór af spítalanum 9. september síðastliðinn.
„Hann hefur verið á réttri leið undanfarnar vikur og mánuði en hann á samt langa leið fyrir höndum," sagði Jean Todt við franska blaðið L'Equipe.
„Við búumst samt við því að Schumacher eigi að geta lifað þannig sé venjulegu lífi í næstu framtíð. Hann mun hinsvegar aldrei keyra aftur formúlubíl," sagði Todt.
Schumacher hefur verið heima í Genfar-vatnið síðasta mánuðinn og Todt er einn af fáum sem hafa fengið að hitta hann þar en þeir hafa alltaf haldið góðu sambandi.
„Hann berst áfram og ástands hans hefur batnað sem er mjög mikilvægt. Það er líka mjög mikilvægt að hann skuli vera heima hjá fjölskyldu sinni," sagði Todt. Todt og Schumi unnu saman hjá Ferrari en ítalska formúluliðið var þá í sérflokki í formúlu eitt.