LeBron gæti fengið "Popovich“ meðhöndlun hjá David Blatt Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. október 2014 22:30 Skytturnar þrjár hjá Cavaliers vísir/afp David Blatt þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum segir koma til greina að hvíla LeBron James reglulega á keppnistímabilinu sem hefst síðustu vikuna í október. Undirbúningstímabilið er ný hafið hjá liðunum í NBA og hefur LeBron sem gekk til liðs við Cavaliers að nýju í sumar átt við bakmeiðsli að stríða. LeBron fékk hvíld frá æfingum í gær og sagði Blatt að hann væri opinn fyrir þeirri hugmynd að hvíla stórstjörnu sína reglulega á tímabilinu til að tryggja að hann verði í sínu besta formi þegar í úrslitakeppnina er komið. Blatt gerði lítið úr meiðslum LeBron og benti á að aðrir af reyndari leikmönnum liðsins, Mike Miller, Anderson Varejao og Shawn Marion, hafi einnig fengið hvíld frá álaginu sem fylgir fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins. „Þetta hefur ekki verið skipulagt á þessum tímapunkti. Við höfum ekki farið yfir það hvaða leikjum eða hvaða æfingum hann mun sleppa. Ef þetta gerist mun það snúast um þörf,“ sagði Blatt um hugsanlegar hvíldi LeBon James. Cavaliers mætir Maccabi Tel-Aviv, fyrrum lærisveinum Blatt, í fyrsta æfingaleik sínum á morgun sunnudag og er talið að LeBron verði með í leiknum. LeBron hefur leikið 842 af 886 leikjum liða sinna í deildarkeppni NBA á 11 ára ferli sínum í deildinni en hann verður þrítugur í desember og líkaminn mun ekki þola þetta mikla álag til lengdar. „Ég hef tekið eftir því hvað Pop (Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs) gerir því hann gerir þetta vel,“ sagði Blatt. „Leikmenn eru hér til að spila og það er okkar starf að sjá til þess að þeir séu tilbúnir og að halda þeim heilum. Stundum þarftu að vita hvenær þú átt að hvíla leikmenn án þess að það komi niður á liðinu.“ NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
David Blatt þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum segir koma til greina að hvíla LeBron James reglulega á keppnistímabilinu sem hefst síðustu vikuna í október. Undirbúningstímabilið er ný hafið hjá liðunum í NBA og hefur LeBron sem gekk til liðs við Cavaliers að nýju í sumar átt við bakmeiðsli að stríða. LeBron fékk hvíld frá æfingum í gær og sagði Blatt að hann væri opinn fyrir þeirri hugmynd að hvíla stórstjörnu sína reglulega á tímabilinu til að tryggja að hann verði í sínu besta formi þegar í úrslitakeppnina er komið. Blatt gerði lítið úr meiðslum LeBron og benti á að aðrir af reyndari leikmönnum liðsins, Mike Miller, Anderson Varejao og Shawn Marion, hafi einnig fengið hvíld frá álaginu sem fylgir fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins. „Þetta hefur ekki verið skipulagt á þessum tímapunkti. Við höfum ekki farið yfir það hvaða leikjum eða hvaða æfingum hann mun sleppa. Ef þetta gerist mun það snúast um þörf,“ sagði Blatt um hugsanlegar hvíldi LeBon James. Cavaliers mætir Maccabi Tel-Aviv, fyrrum lærisveinum Blatt, í fyrsta æfingaleik sínum á morgun sunnudag og er talið að LeBron verði með í leiknum. LeBron hefur leikið 842 af 886 leikjum liða sinna í deildarkeppni NBA á 11 ára ferli sínum í deildinni en hann verður þrítugur í desember og líkaminn mun ekki þola þetta mikla álag til lengdar. „Ég hef tekið eftir því hvað Pop (Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs) gerir því hann gerir þetta vel,“ sagði Blatt. „Leikmenn eru hér til að spila og það er okkar starf að sjá til þess að þeir séu tilbúnir og að halda þeim heilum. Stundum þarftu að vita hvenær þú átt að hvíla leikmenn án þess að það komi niður á liðinu.“
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum