Golf

Birgir Leifur efstur fyrir lokadaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson er í 1.-2. sæti á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi fyrir lokakeppnisdaginn á morgun.

Birgir Leifur lék á 69 höggum í dag, þremur undir pari vallarins, og er samtals á átta höggum undir pari ásamt Spánverjanum Alfredo Garcia-Heredia.

20 efstu kylfingarnir komast áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar en fara þarf í gegnum þrjú stig til að tryggja sér þátttökurétt á aðalmótaröðinni.

Þórður Rafn Gissurarson og Ólafur Björn Loftsson hafa þegar tryggt sér þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótaraðarinnar.


Tengdar fréttir

Birgir Leifur byrjaði vel

Leikur á fyrsta stigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×