Íslenskir hommar mjög opinskáir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2014 15:01 Í TORSO-verkefninu fjallar Tim Marshall um staðalímyndir homma og hvernig stefnumóta-öpp hafa áhrif í því samhengi. Mynd/Tim Marshall Tim Marshall er ástralskur kvikmyndaleikstjóri en heimildarstuttmynd hans TORSO Reykjavík verður sýnd á RIFF í kvöld, á morgun og á laugardaginn. Myndin fjallar um upplifun íslenskra homma af stefnumóta-appinu Grindr en Tim hefur gert samskonar myndir í Sydney og Los Angeles sem eru hluti af verkefni sem hann kallar einfaldlega TORSO. Tim segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkefninu hafi kviknað þegar hann sjálfur notaði stefnumóta-appið Grindr. „Ég er í rauninni að fjalla um staðalímyndir homma. Mjög margir sem nota stefnumóta-öpp á borð við Grindr setja ekki mynd af andlitinu sínu inn í appið heldur bara mynd af búknum (e. torso) á sér. Fólk er síðan mjög fljótt að dæma og draga ályktanir um manneskjuna út frá myndinni sem það sér í appinu,“ segir Tim.Enginn kemur fram undir nafni í myndinni en einhverjir óttuðust að þeir myndu engu að síður þekkjast þar sem hommasamfélagið hér á landi er svo lítið.Mynd/Tim MarshallErfitt að finna Íslendinga fyrir verkefnið Tim, sem var einnig í viðtali hjá GayIceland fyrr í dag, tekur ekki myndir af andliti viðmælenda sinna í TORSO heldur bara af búknum svo þeir sem taka þátt koma ekki fram undir nafni. „Þrátt fyrir að þátttaka í verkefninu sé nafnlaus þá reyndist mér erfitt að finna þátttakendur hér á Íslandi. Hér er hommasamfélagið svo lítið að sumir óttuðust að þeir myndu einfaldlega þekkjast á búknum einum saman. Ég endaði svo á að taka viðtöl við sex einstaklinga fyrir myndina en hvert viðtal er um 3-4 mínútur.“ Aðspurður hvað hafi komið honum á óvart hér á landi, fyrir utan smæð samfélagsins, segir hann að hversu opinskáir viðmælendurnir hafi svo verið. „Þeir sem tóku svo þátt í verkefninu opnuðu sig algjörlega og sögðu í mikilli hreinskilni frá upplifun sinni af því að nota Grindr. Þeir sögðu mér í miklum smáatriðum frá lífi sínu sem kom skemmtilega á óvart þar sem það var svo erfitt að finna einhverja sem vildu deila reynslu sinni.“Tim Marshall, kvikmyndaleikstjóriEkkill notaði appið til að hjálpa sér í sorgarferlinu Tim segir að flestir notið appið til að finna sér bólfélaga og helmingur þeirra sem hann ræddi við kaus frekar að nota appið til að hitta erlenda ferðamenn heldur en Íslendinga, einmitt vegna þess hve Ísland er lítið og maður getur auðveldlega rekist á þann sem maður hitti í gegnum Grindr úti á götu. Einn viðmælandi Tims notaði svo reyndar appið fyrir annað en kynlíf. „Sá maður var nýbúinn að missa eiginmann sinn úr krabbameini og hann hitti fólk í gegnum Grindr sem var að ganga í gegnum það sama og hann sem er nokkuð magnað. Appið hjálpaði honum því í sorgarferlinu og hann myndaði vinatengsl við fólk.“ Ekki er um hefðbundna bíósýningu að ræða heldur hefur Tim þróað app fyrir iPad þar sem fólk velur sér viðmælanda til að horfa á, líkt og það sé að velja sér stefnumót í gegnum Grindr. Hugmyndin sé að fólk fái þannig tilfinningu fyrir hvernig það sé að nota appið. Um er að ræða sérviðburð á RIFF sem verður á Loft Hostel í kvöld og á morgun frá 17 -20 á laugardaginn frá 14-20. Tim verður viðstaddur og mun svara spurningum og spjalla við gesti. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tim Marshall er ástralskur kvikmyndaleikstjóri en heimildarstuttmynd hans TORSO Reykjavík verður sýnd á RIFF í kvöld, á morgun og á laugardaginn. Myndin fjallar um upplifun íslenskra homma af stefnumóta-appinu Grindr en Tim hefur gert samskonar myndir í Sydney og Los Angeles sem eru hluti af verkefni sem hann kallar einfaldlega TORSO. Tim segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkefninu hafi kviknað þegar hann sjálfur notaði stefnumóta-appið Grindr. „Ég er í rauninni að fjalla um staðalímyndir homma. Mjög margir sem nota stefnumóta-öpp á borð við Grindr setja ekki mynd af andlitinu sínu inn í appið heldur bara mynd af búknum (e. torso) á sér. Fólk er síðan mjög fljótt að dæma og draga ályktanir um manneskjuna út frá myndinni sem það sér í appinu,“ segir Tim.Enginn kemur fram undir nafni í myndinni en einhverjir óttuðust að þeir myndu engu að síður þekkjast þar sem hommasamfélagið hér á landi er svo lítið.Mynd/Tim MarshallErfitt að finna Íslendinga fyrir verkefnið Tim, sem var einnig í viðtali hjá GayIceland fyrr í dag, tekur ekki myndir af andliti viðmælenda sinna í TORSO heldur bara af búknum svo þeir sem taka þátt koma ekki fram undir nafni. „Þrátt fyrir að þátttaka í verkefninu sé nafnlaus þá reyndist mér erfitt að finna þátttakendur hér á Íslandi. Hér er hommasamfélagið svo lítið að sumir óttuðust að þeir myndu einfaldlega þekkjast á búknum einum saman. Ég endaði svo á að taka viðtöl við sex einstaklinga fyrir myndina en hvert viðtal er um 3-4 mínútur.“ Aðspurður hvað hafi komið honum á óvart hér á landi, fyrir utan smæð samfélagsins, segir hann að hversu opinskáir viðmælendurnir hafi svo verið. „Þeir sem tóku svo þátt í verkefninu opnuðu sig algjörlega og sögðu í mikilli hreinskilni frá upplifun sinni af því að nota Grindr. Þeir sögðu mér í miklum smáatriðum frá lífi sínu sem kom skemmtilega á óvart þar sem það var svo erfitt að finna einhverja sem vildu deila reynslu sinni.“Tim Marshall, kvikmyndaleikstjóriEkkill notaði appið til að hjálpa sér í sorgarferlinu Tim segir að flestir notið appið til að finna sér bólfélaga og helmingur þeirra sem hann ræddi við kaus frekar að nota appið til að hitta erlenda ferðamenn heldur en Íslendinga, einmitt vegna þess hve Ísland er lítið og maður getur auðveldlega rekist á þann sem maður hitti í gegnum Grindr úti á götu. Einn viðmælandi Tims notaði svo reyndar appið fyrir annað en kynlíf. „Sá maður var nýbúinn að missa eiginmann sinn úr krabbameini og hann hitti fólk í gegnum Grindr sem var að ganga í gegnum það sama og hann sem er nokkuð magnað. Appið hjálpaði honum því í sorgarferlinu og hann myndaði vinatengsl við fólk.“ Ekki er um hefðbundna bíósýningu að ræða heldur hefur Tim þróað app fyrir iPad þar sem fólk velur sér viðmælanda til að horfa á, líkt og það sé að velja sér stefnumót í gegnum Grindr. Hugmyndin sé að fólk fái þannig tilfinningu fyrir hvernig það sé að nota appið. Um er að ræða sérviðburð á RIFF sem verður á Loft Hostel í kvöld og á morgun frá 17 -20 á laugardaginn frá 14-20. Tim verður viðstaddur og mun svara spurningum og spjalla við gesti.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira