Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 14:06 Rasmus Christiansen var gerður að fyrirliða ÍBV. vísir/vilhelm Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen, sem lék í þrjú sumur við góðan orðstír hjá ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu frá 2010-2012 hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Íslands að undanförnu og þá helst til KR sem ætlar að styrkja varnarlínu sína í vetur. Rasmus gekk í raðir norska B-deildarliðsins Ullensaker/Kisa fyrir tveimur árum og spilaði þar með Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, á síðustu leiktíð. „KR er flottur klúbbur og ég þekki Stefán Loga mjög vel. Hann er búinn að segja mér flotta hluti um KR, en ég get ekki sagt í dag að ég sé á leiðinni í KR. Það væri lygi,“ segir Rasmus í samtali við Vísi.Stefán Logi Magnússon.vísir/stefánSamningur Danans við Ull/Kisa rennur út í desember og vill hann komast frá liðinu sem er að falla niður í C-deildina í Noregi. Hann er þó ekki sérstakri samningsstöðu vegna alvarlegra meiðsla. „Ég sleit krossband í maí og fór í aðgerð í júní. Draumurinn er að fara í betri deild en það gæti verið erfitt vegna meiðslanna. Það er kannski smá séns á að lið í úrvalsdeildinni bjóði mér samning. Ull/Kisa er búið að bjóða mér nýjan samning en það er ekkert spennandi að vera hér áfram,“ segir Rasmus. Miðvörðurinn öflugi er opinn fyrir því að koma til Íslands og KR kemur vel til greina. Hann hefur ekki talað formlega við Rúnar Kristinsson eða forsvarsmenn félagsins, en hefur sem fyrr segir verið í sambandi við vin sinn Stefán Loga. „Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ segir Rasmus sem vonast til að komast aftur af stað í janúar. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Ísland. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ segir Rasmus Christiansen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen, sem lék í þrjú sumur við góðan orðstír hjá ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu frá 2010-2012 hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Íslands að undanförnu og þá helst til KR sem ætlar að styrkja varnarlínu sína í vetur. Rasmus gekk í raðir norska B-deildarliðsins Ullensaker/Kisa fyrir tveimur árum og spilaði þar með Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, á síðustu leiktíð. „KR er flottur klúbbur og ég þekki Stefán Loga mjög vel. Hann er búinn að segja mér flotta hluti um KR, en ég get ekki sagt í dag að ég sé á leiðinni í KR. Það væri lygi,“ segir Rasmus í samtali við Vísi.Stefán Logi Magnússon.vísir/stefánSamningur Danans við Ull/Kisa rennur út í desember og vill hann komast frá liðinu sem er að falla niður í C-deildina í Noregi. Hann er þó ekki sérstakri samningsstöðu vegna alvarlegra meiðsla. „Ég sleit krossband í maí og fór í aðgerð í júní. Draumurinn er að fara í betri deild en það gæti verið erfitt vegna meiðslanna. Það er kannski smá séns á að lið í úrvalsdeildinni bjóði mér samning. Ull/Kisa er búið að bjóða mér nýjan samning en það er ekkert spennandi að vera hér áfram,“ segir Rasmus. Miðvörðurinn öflugi er opinn fyrir því að koma til Íslands og KR kemur vel til greina. Hann hefur ekki talað formlega við Rúnar Kristinsson eða forsvarsmenn félagsins, en hefur sem fyrr segir verið í sambandi við vin sinn Stefán Loga. „Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ segir Rasmus sem vonast til að komast aftur af stað í janúar. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Ísland. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ segir Rasmus Christiansen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira