Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2014 16:27 Pétur Pétursson, Ólafur Jóhannesson og Arnór Smárason. vísir Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36
„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14