Guðlaugur Victor Pálsson segir að það sé ekki rétt eftir honum haft í viðtali sem birtist í Helsingborgs Daglad í dag.
Guðlaugur á einn landsleik að baki og lék með liðinu í vináttulandsleik gegn Eistlandi í júní síðastliðnum. En hann hefur ekki verið valinn í íslenska landsliðshópinn að undanförnu en þjálfarar þess eru Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.
„Með fullri virðingu fyrir [íslenska] landsliðinu í ljósi þess að það hefur náð svo góðum árangri þá eru bæði ég og Arnór [Smárason] betri en margir í hópnum. Nú þegar ég er kominn til Helsingborg verður erfitt fyrir Lagerbäck að líta framhjá mér,“ var haft eftir Guðlaugi Victori í umræddu viðtali.
„Viðtalið var virkilega slitið úr samhengi hjá sænskum fjölmiðlum,“ skrifaði Guðlaugur á Twitter-síðuna sína í dag. „Mín lokaorð voru að ég þarf að sanna mig inni á vellinum og vonast eftir að fá tækifæri aftur með landsliðinu. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru í hópnum og er stoltur af þeim.“
Guðalaugur og Arnór eru báðir á mála hjá sænska liðinu Helsingborg og ræddu ítarlega um hvernig íslenska landsliðið breyttist með ráðningu Lars Lagerbäck á sínum tíma. Upphaflega viðtalið má lesa hér.
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti