Guðlaugur Þór: Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2014 21:26 Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Sjá meira
Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti