Sverrir: Ætlum að vera duglegri að halda boltanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2014 12:00 Strákarnir voru léttir á æfingunni í gær. Vísir/Pjetur „Það er mikill spenningur og tilhlökkun í liðinu. Við spiluðum hörkufínan leik gegn þeim á föstudaginn og við ætlum að gera það sama á morgun (í dag), nema kannski að halda boltanum betur og skapa okkur fleiri færi,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði U-21 árs landsliðsins, í samtali við Vísi fyrir æfingu liðsins í Egilshöll í gær. Ísland mætir sem kunnugt er Danmörku í seinni leik liðanna um laust sæti á EM 2015 í Tékklandi á Laugardalsvelli í dag, en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Álaborg. „Við erum búnir að skoða hvað við gerðum vel í leiknum ytra og hvað við megum gera betur. Við erum búnir að rýna í það hvaða möguleika við höfum þegar við vinnum boltann og hvað við getum gert betur þar. Við vonumst til að halda sama aga og spila svipaðan varnarleik, en nýta sóknarmöguleikana betur,“ sagði Sverrir, en voru leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins sáttir með leikinn úti í Álaborg? „Við erum ekkert í þessu til að gera menn ánægða hér og þar. Við erum bara í þessu til að reyna að komast áfram. Og þegar þú ert kominn í umspil fyrir lokamót gerirðu allt sem í þínu valdi stendur til að komast áfram, sama hvernig þú ferð að því. „Við vissum að Danirnir væru með frábært lið og þeir skoruðu liða mest í undankeppninni. Við þurftum að vera agaðir, en þegar leið á leikinn náðu þeir að ýta okkur aðeins of aftarlega,“ sagði fyrirliðinn sem vill sjá íslenska liðið halda boltanum betur í seinni leiknum. „Við ætlum að vera duglegri að halda í boltann þegar við vinnum hann. Það mun gerast, við erum fullvissir um það. Svo þurfum við að nýta föst leikatriði betur og við fáum líklega fleiri slík tækifæri á morgun (í dag). Ein hornspyrna til eða frá getur skipt sköpum.“ Sverrir, sem leikur með Viking í norsku úrvalsdeildinni, vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda, svipuðum og þegar Ísland mætti Frakklandi í riðlakeppninni fyrir ári síðan. „Það var frábært að sjá hversu margir mættu til að styðja okkur þá. Við höfum sýnt það í undankeppninni að við getum skorað á móti bestu þjóðunum. Við skoruðum þrjú mörk á móti Frökkum og sóttum vel í þeim leik. Við fengum mörg góð tækifæri á móti einu besta liði heims í þessum árgangi. „Við erum allir orðnir betri leikmenn síðan þá og við erum betra lið. Við erum spenntir fyrir leiknum,“ sagði Sverrir að endingu. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tvö marksækin lið mætast í Álaborg Seinna í dag mætast U-21 árs lið Íslands og Danmerkur í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 13:00 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Ísland sækir Dani heim í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 12:59 Eyjólfur: Skilst að þeir séu klárir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, segir að liðið muni æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Dönum. 13. október 2014 14:39 Hólmbert: Tók á að verjast svona mikið "Þetta þarf maður stundum að gera þegar maður er að spila á útivelli gegn mjög góðu liði," segir framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson og glotti eftir markalausa jafnteflið í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 18:35 Guðmundur: Annað hugarfar á útivelli "Ég hefði oft á tíðum viljað sjá okkur halda boltanum betur í leiknum. Það voru mikil hlaup um allan völl en á miðjunni var þetta sérstaklega erfitt," sagði miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson eftir markalausa jafntefli gegn Dönum í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 19:08 Ólafur Karl: Erfitt að glíma við Scholz "Þetta var erfitt enda okkar áætlun að verjast. Ég ætlaði ekkert að fara á móti því," sagði Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen eftir leik Danmerkur og Íslands í Álaborg. 10. október 2014 19:17 Myndaveisla frá æfingu U-21 árs landsliðsins Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta æfði í Egilshöll í dag, en strákarnir undirbúa sig nú fyrir seinni leikinn gegn Danmörku í umspili um sæti á EM 2015. 13. október 2014 16:15 Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Hið sókndjarfa U-21 árs lið Dana hafði nánast skorað að vild í undankeppni EM en átti engin svör við sterkum varnarleik Íslands í Álaborg í gær. Rimma liðanna um laust sæti á EM er galopin eftir markalaust jafntefli. 11. október 2014 06:00 Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það U21 árs landsliðið í meiðslavandræðum fyrir stórleikinn gegn Dönum í dag. 10. október 2014 11:00 Vildi hasar og ég fékk hasar Brynjar Gauti Guðjónsson var gríðarlega sáttur við leikinn gegn Dönum í gær. 11. október 2014 08:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Það er mikill spenningur og tilhlökkun í liðinu. Við spiluðum hörkufínan leik gegn þeim á föstudaginn og við ætlum að gera það sama á morgun (í dag), nema kannski að halda boltanum betur og skapa okkur fleiri færi,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði U-21 árs landsliðsins, í samtali við Vísi fyrir æfingu liðsins í Egilshöll í gær. Ísland mætir sem kunnugt er Danmörku í seinni leik liðanna um laust sæti á EM 2015 í Tékklandi á Laugardalsvelli í dag, en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Álaborg. „Við erum búnir að skoða hvað við gerðum vel í leiknum ytra og hvað við megum gera betur. Við erum búnir að rýna í það hvaða möguleika við höfum þegar við vinnum boltann og hvað við getum gert betur þar. Við vonumst til að halda sama aga og spila svipaðan varnarleik, en nýta sóknarmöguleikana betur,“ sagði Sverrir, en voru leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins sáttir með leikinn úti í Álaborg? „Við erum ekkert í þessu til að gera menn ánægða hér og þar. Við erum bara í þessu til að reyna að komast áfram. Og þegar þú ert kominn í umspil fyrir lokamót gerirðu allt sem í þínu valdi stendur til að komast áfram, sama hvernig þú ferð að því. „Við vissum að Danirnir væru með frábært lið og þeir skoruðu liða mest í undankeppninni. Við þurftum að vera agaðir, en þegar leið á leikinn náðu þeir að ýta okkur aðeins of aftarlega,“ sagði fyrirliðinn sem vill sjá íslenska liðið halda boltanum betur í seinni leiknum. „Við ætlum að vera duglegri að halda í boltann þegar við vinnum hann. Það mun gerast, við erum fullvissir um það. Svo þurfum við að nýta föst leikatriði betur og við fáum líklega fleiri slík tækifæri á morgun (í dag). Ein hornspyrna til eða frá getur skipt sköpum.“ Sverrir, sem leikur með Viking í norsku úrvalsdeildinni, vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda, svipuðum og þegar Ísland mætti Frakklandi í riðlakeppninni fyrir ári síðan. „Það var frábært að sjá hversu margir mættu til að styðja okkur þá. Við höfum sýnt það í undankeppninni að við getum skorað á móti bestu þjóðunum. Við skoruðum þrjú mörk á móti Frökkum og sóttum vel í þeim leik. Við fengum mörg góð tækifæri á móti einu besta liði heims í þessum árgangi. „Við erum allir orðnir betri leikmenn síðan þá og við erum betra lið. Við erum spenntir fyrir leiknum,“ sagði Sverrir að endingu.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tvö marksækin lið mætast í Álaborg Seinna í dag mætast U-21 árs lið Íslands og Danmerkur í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 13:00 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Ísland sækir Dani heim í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 12:59 Eyjólfur: Skilst að þeir séu klárir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, segir að liðið muni æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Dönum. 13. október 2014 14:39 Hólmbert: Tók á að verjast svona mikið "Þetta þarf maður stundum að gera þegar maður er að spila á útivelli gegn mjög góðu liði," segir framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson og glotti eftir markalausa jafnteflið í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 18:35 Guðmundur: Annað hugarfar á útivelli "Ég hefði oft á tíðum viljað sjá okkur halda boltanum betur í leiknum. Það voru mikil hlaup um allan völl en á miðjunni var þetta sérstaklega erfitt," sagði miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson eftir markalausa jafntefli gegn Dönum í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 19:08 Ólafur Karl: Erfitt að glíma við Scholz "Þetta var erfitt enda okkar áætlun að verjast. Ég ætlaði ekkert að fara á móti því," sagði Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen eftir leik Danmerkur og Íslands í Álaborg. 10. október 2014 19:17 Myndaveisla frá æfingu U-21 árs landsliðsins Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta æfði í Egilshöll í dag, en strákarnir undirbúa sig nú fyrir seinni leikinn gegn Danmörku í umspili um sæti á EM 2015. 13. október 2014 16:15 Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Hið sókndjarfa U-21 árs lið Dana hafði nánast skorað að vild í undankeppni EM en átti engin svör við sterkum varnarleik Íslands í Álaborg í gær. Rimma liðanna um laust sæti á EM er galopin eftir markalaust jafntefli. 11. október 2014 06:00 Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það U21 árs landsliðið í meiðslavandræðum fyrir stórleikinn gegn Dönum í dag. 10. október 2014 11:00 Vildi hasar og ég fékk hasar Brynjar Gauti Guðjónsson var gríðarlega sáttur við leikinn gegn Dönum í gær. 11. október 2014 08:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Tvö marksækin lið mætast í Álaborg Seinna í dag mætast U-21 árs lið Íslands og Danmerkur í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 13:00
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Ísland sækir Dani heim í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 12:59
Eyjólfur: Skilst að þeir séu klárir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, segir að liðið muni æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Dönum. 13. október 2014 14:39
Hólmbert: Tók á að verjast svona mikið "Þetta þarf maður stundum að gera þegar maður er að spila á útivelli gegn mjög góðu liði," segir framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson og glotti eftir markalausa jafnteflið í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 18:35
Guðmundur: Annað hugarfar á útivelli "Ég hefði oft á tíðum viljað sjá okkur halda boltanum betur í leiknum. Það voru mikil hlaup um allan völl en á miðjunni var þetta sérstaklega erfitt," sagði miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson eftir markalausa jafntefli gegn Dönum í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 19:08
Ólafur Karl: Erfitt að glíma við Scholz "Þetta var erfitt enda okkar áætlun að verjast. Ég ætlaði ekkert að fara á móti því," sagði Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen eftir leik Danmerkur og Íslands í Álaborg. 10. október 2014 19:17
Myndaveisla frá æfingu U-21 árs landsliðsins Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta æfði í Egilshöll í dag, en strákarnir undirbúa sig nú fyrir seinni leikinn gegn Danmörku í umspili um sæti á EM 2015. 13. október 2014 16:15
Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Hið sókndjarfa U-21 árs lið Dana hafði nánast skorað að vild í undankeppni EM en átti engin svör við sterkum varnarleik Íslands í Álaborg í gær. Rimma liðanna um laust sæti á EM er galopin eftir markalaust jafntefli. 11. október 2014 06:00
Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það U21 árs landsliðið í meiðslavandræðum fyrir stórleikinn gegn Dönum í dag. 10. október 2014 11:00
Vildi hasar og ég fékk hasar Brynjar Gauti Guðjónsson var gríðarlega sáttur við leikinn gegn Dönum í gær. 11. október 2014 08:00
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn