Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2014 11:00 Strákarnir komust í umspilið með því að ná flottu jafntefli gegn sterku liði Frakka á útivelli. vísir/afp Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson. Íslenski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson.
Íslenski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira