Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2014 11:00 Strákarnir komust í umspilið með því að ná flottu jafntefli gegn sterku liði Frakka á útivelli. vísir/afp Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson. Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn