Golf

Keilir í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á EM

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Axel Bóasson lék vel á fyrsta hring
Axel Bóasson lék vel á fyrsta hring vísir/daníel
Karlasveit Keilis er í öðru til þriðja sæti fyrir lokahring Evrópumóts golfklúbba sem leikið er í Búlgaríu en greint er frá þessu á kylfingur.is

Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson og Henning Darri Þórðarson skipa sveitina og telja tvö bestu skor liðsmanna á hverjum keppnisdegi.

Axel lék fyrsta hringinn á höggi undir pari, Gísli lék á parinu og Henning á sex höggum yfir pari en hans skor taldi því ekki.

Veðrið setti sterkan svip á fyrsta keppnisdaginn, svo sterkan að hætt hefur verið við þriðja keppnisdaginn og lýkur mótinu því í dag þegar annar keppnisdagurinn fer fram.

Keilir tryggði sér þátttökurétt með sigri í efstu deild sveitakeppni GSÍ. Á EM golfklúbba mega aðeins áhugamenn keppa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×