Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 86-92 | Seiglusigur Tindastóls Anton Ingi Leifsson skrifar 6. nóvember 2014 16:08 Það voru mikil átök í Hellinum í kvöld. vísir/valli Tindastóll hefur áfram að gera gott mót í Dominos-deild karla í kvöld þegar þeir unnu ÍR í Seljaskóla; 86-92. Leikurinn virtist ekki ætla að verða spennandi, en heimamenn duttu í gang undir lokin. Það varð ekki nóg og seiglulið gestanna heldur áfram að gera það gott. Í fyrsta leikhluta var leikurinn virkilega jafn og skemmtilegur. Bæði lið virtust ætla að bjóða okkur upp á skemmtilegan leik með hröðum bolta og skemmtilegum skotum. Myron Dempsey byrjaði leikinn vel fyrir gestina sem og Matthías Orri fyrir heimamenn. Matthías skoraði fimm af fyrstu níu stigum heimamanna, en Myron var að hirða auðveld fráköst undir körfunni. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn; 19-19. Í næsta leikhluta voru gestirnir skrefi á undan. Helgi Freyr setti niður tvo þrista með stuttu millibili og þeir voru komnir með sex stiga forystu þegar fjórar mínútur voru til leikhlés. Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, var ekki nægilega ánægður hversu auðveldar körfur Stólarnir voru að skora og tók leikhlé. Stólarnir náðu mest ellefu stiga forystu; 31-42, en heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir hlé. Staðan í hálfleik 38-46 fyrir gestina. Á tímapunkti var maður mættur á skotsýningu. Þristarnir flugu á ákveðnum tímapunkti niður og áhorfendur og aðrir höfðu virkilega gaman af. Gestirnir voru áfram sterkair og voru með þrettán stiga forystu að loknum þriðja leikhluta. Það var ljóst að Breiðhyltingar þyrftu að eiga afar góða þriðja leikhluta ætlaði liðið sér að taka stigin tvö úr Seljaskóla eftir leik kvöldsins. Gestirnir voru áfram sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum, en misstu aðeins hausinn undir lokin. Úr varð hin mesta dramatík, en undir lokin gat Sveinbjörn Claessen minnkað muninn í tvö stig. Hann gerði það ekki og heimamenn brutu strax á Myron Dempsey. Myron fór á vítalínuna og setti vítin tvö niður og því varð sigurinn vís. Lokatölur x stiga sigur gestana; 86-92. Stigaskor hjá gestunum dreifðist afar vel. Margir leikmenn skoruðu og þegar þeir stigahæstu áttu ekki sínar mínútur þá tóku aðrir við keflinu. Þannig spila alvöru lið. Allir leikmenn nema tveir skoruðu og flestir þónokkur stig. Heimamenn voru að taka ótímabær skot og sóknarleikur þeirra á tímapunkti var tilviljunarkenndur og óskynsamur. Þeir tóku skot eftir þrjár til fjórar sekúndur langt fyrir utan og það gekk lítið sem ekkert. Myron Demspey og Helgi Rafn Viggósson rifu svo niður hvert frákastið á fætur öðru, en þeir voru öflugir í kvöld. Sveinbjörn Claessen skoraði 24 stig fyrir heimamenn, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Matthías Orri kom næstur með 22 stig, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar. Stigaskorið dreifðist eins og fyrr segir virkilega vel hjá Stólunum. Darrel Lewis skoraði átján, Pétur Rúnar, Myron Dempsey og Helgi Rafn skoruðu allir fjórtán stig auk þess sem Helgi Rafn tók níu fráköst.Helgi Rafn: Góð blanda í liðinu „Við hleyptum þeim fullnálægt okkur. Við slökuðum aðeins of mikið, en sem betur fer höfðum við þetta," sagði fjórtán stiga maðurinn í liði Tindastóls Helgi Rafn Viggósson við Vísi í kvöld. „Það var ekki byrjað að fara um mig. Mér fannst við vera með þennan leik allan tímann, en þeir tóku gott run. Hefðum við ekki passað okkur þá hefðum við tapað þessu." „Það var liðsheildin og breiddin sem skóp þennan sigur. Það skoruðu allir nema tveir. Allur bekkurinn var að koma inn og þetta var bara frábært." Stólarnir hirtu hvert frákastið á fætur öðru og það lagði góðan grunn að sigrinum: „Það var lagt upp með það að vera grimmir undir körfunni og það tókst." „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er skemmtilegur hópur. Góð blanda af íslenskum og erlendum leikmönnum og ungum og gömlum," sagði Helgi Rafn að lokum.Bjarni Magnússon: Þeir voru miklu grimmari „Við áttum tvö lay-up þegar við erum fjórum stigum undir og eitthvað eftir af leiknum. Við misnotuðum bæði lay-upin og þá rann þetta dálítið frá okkur," sagði Bjarni, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í leikslok. „Við misstum þá bara of langt frá okkur í öðrum og þriðja leikhluta þar sem við erum ekki að spila varnarleikinn vel. Þar klikkuðum við." „Við töluðum um fyrir leikinn að hirða þessi frákast. Þeir voru bara miklu grimmari en við að sækja þessi fráköst og taka þessa dauðu bolta. Það skilur að í þessum leik. Það er ekkert stærra atriði en það." „Þannig viljum við vera. Við viljum vera lið sem er á fullu í 40 mínútur, en við vorum það ekki í dag. Við komum til baka þarna í lokin, en það var bara of seint. Við þurfum að laga atriði, ef við ætlum að vinna fyrir leiki." „Ég er alltaf bjartsýnn. Þó ég segi fúll yfir nokkrum hlutum núna þá er ég ánægður með framlag nokkra leikmanna þarna inni og heildarbragurinn er er góður. Þannig ég er bara bjartsýnn," sagði Bjarni í leikslok. Leiklýsing: ÍR - TindastóllLeik lokið (86-92): Stólarnir með góðan útisigur á ÍR hér í Seljaskóla. Stólarnir voru með yfirhöndina allt frá öðrum leikhluta og út leikinn. Einfaldlega sterkari aðilinn. Nánari umfjöllun, viðtöl og tölfræði koma inná vefinn síðar í kvöld.39. mín (82-89): Erum við að fara fá dramatík? Það væri ótrúlegt. 46:4 eftir af lokaleikhlutanum.38. mín (74-87): Þrettán stiga munur og 2:49 eftir. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo Stólarnir tapi þessu niður, en þeir eru með hreðjartök á þessum leik.36. mín (70-84): Það stefnir í öruggan sigur Tindastól hér. Dempsey var að setja niður eitt víti og koma muninum úr þrettán stigum í fjórtán.34. mín (68-81): Mikill pirringur í stuðningsmönnum ÍR, en munurinn er þrettán stig. Matthías Orri er kominn með 21 stig.32. mín (64-79): Munurinn orðinn fimmtán stig og Matthías Orri aftur sending á vettvang. Hann byrjaði á bekknum, en D. Hamid hefur spilað undanfarnar mínútur og verið slakur.Þriðja leikhluta lokið (60-73): Þrettán stiga munur fyrir lokaleikhlutann. Matthías Orri er orðinn stigahæstur hjá ÍR með sautján stig, en hjá gestunum er það Myron Dempsey sem er stigahæstur með fjórtán stig. Stigaskor er mun dreifðara og jafnara hjá gestunum heldur en heimamönnum.28. mín (58-71): Þrettán stiga munur, en Pétur Rúnar setti niður eitt af tveimur vítum sínum.27. mín (58-68): Það rignir þristur, ég er ekkert að grínast. Það mætti halda að ég væri kominn á eitthverja skotkeppni. Þvílík veisla. Ég er mikill þristamaður, en munurinn er tíu stig. Gestirnir eru þó alltaf skrefi á undan.25. mín (53-60): Sveinbjörn, ÍR-ingur númer eitt, setur þrist niður og munurinn sjö stig. Það er ekki neitt í körfubolta.23. mín (48-58): Þrettán stiga munur! Finnbogi setur niður þrist og munurinn þrettán stig. Stuðningsmenn ÍR að láta dómgæsluna fara alltof mikið í taugarnar á sér.21. mín (41-49): Matthías Orri fyrstur á blað hjá ÍR í seinni, en Pétur Rúnar svarar með þrist.Hálfleikur (38-46): Átta stiga munur í hálfleik gestunum í vil. Sveinbjörn er stigahæstur hjá heimamönnum með ellefu stig og Gardingo er með átta stig. Hjá gestunum er það Myron Dempsey sem er stigahæstur með 14 stig og sex fráköst. Helgi Freyr er með átta stig.18. mín (31-42): Ellefu stiga munur. Gestirnir í stuði. Myron með gott sniðskot eftir flotta hreyfingu. Heimamenn þurfa að fara spýta aftur í lófana ætli þeir sér ekki að missa gestina langt frá sér rétt fyrir hálflelik.16. mín (31-37): Sex stiga munur eftir þriggja stiga körfu Matthías Orra. ÍR-ingar vinna svo boltann aftur. 3:54 eftir af öðrum leikhluta.14. mín (26-32): Gestirnir eru skrefi á undan þessa stundina. Helgi Freyr var að setja niður sinn annan þrist og munurinn alls sex stig. Meiri grimmd í þeirra leik, en munurinn er afar lítill.12. mín (21-24): Helgi Freyr hjá Stólunum elskar góða þrista. Hann var að henda einum þannig niður núna og ÍR-ingar klikka sinni sókn. Eru of bráðir.Fyrsta leikhluta lokið (19-19): Haldiði að það sé ekki bara jafnt eftir fyrsta leikhlutann. Darrell Flake setti niður þrist þegar tíu sekúndur voru eftir og heimamenn náðu skoti, en það geigaði. Allt jafnt.9. mín (17-16): 50 sekúndur eftir og munurinn eitt stig. Helgi Freyr var að minnka muninn fyrir Stólana með sínum fyrstu stigum.7. mín (15-14): Matthías kemur muninum í þrjú stig. Númer eitt er Matthías, númer tvö er Matthías syngja stuðningsmenn ÍR við hið fræga lag Yellow submarine.6. mín (14-10): Liðin skiptast á að hafa forystuna. Sveinbjörn kominn með sjö stig fyrir ÍR.4. mín (9-10): Góður kafli hjá gestunuma. Myron Dempsey er að hirða fráköstin undir körfunni og skora auðveldar körfur.2. mín (9-4): Matthías Orri fékk dauðafæri rétt fyrir utan þriggja stiga línuna og svona góður leikmaður eins og Matthías setur þannig skot niður. Fimm stig frá honum og fimm stiga munur.1. mín (2-0): Þetta er farið af stað! Sveinbjörn ekki lengi að setja niður fyrstu körfuna. 10 sekúndur takk fyrir.Fyrir leik: Stuðningsmenn ÍR láta vel í sér heyra þegar fjórar mínútur eru til leiks.Fyrir leik: Bæði lið eru á fullu í sinni skot-upphitun þessa stundina og það styttist í leikinn. Vonumst eftir taumlausri skemmtun hér í kvöld! Ég geri kröfu á það!Fyrir leik: Dómarar í dag eru þeir Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson og Steinar Orri Sigurðarsson. Dómaratríóið með 100 ára reynslu í þessum bransa.Fyrir leik: Matthías Orri Sigurðarson er efstur í tveimur af tölfræðiþáttum ÍR-inga. Hann er með rúmlega 23 stig að meðaltali í stigaskor hingað til og 5,5 stoðsendingar. Hjá Tindastól er það hinn 38 ára gamli Darrel Lewis sem er hæstur að meðaltali í stigaskorinu, með 20 stig. Hinn ungi Pétur Rúnar Birgisson hefur gefið að meðaltali sex stoðsendingar fyrir Stólana.Fyrir leik: ÍR hefur ekki byrjað vel. Liðið er með tvö stig eftir leikina fjóra, en Tindastóll hefur hins vegar byrjað leiktíðina vel. Þeir eru í þriðja sætinu með 6 stig, einungis tapað einum leik gegn KR í framlengingu.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik ÍR og Tindastóls lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Tindastóll hefur áfram að gera gott mót í Dominos-deild karla í kvöld þegar þeir unnu ÍR í Seljaskóla; 86-92. Leikurinn virtist ekki ætla að verða spennandi, en heimamenn duttu í gang undir lokin. Það varð ekki nóg og seiglulið gestanna heldur áfram að gera það gott. Í fyrsta leikhluta var leikurinn virkilega jafn og skemmtilegur. Bæði lið virtust ætla að bjóða okkur upp á skemmtilegan leik með hröðum bolta og skemmtilegum skotum. Myron Dempsey byrjaði leikinn vel fyrir gestina sem og Matthías Orri fyrir heimamenn. Matthías skoraði fimm af fyrstu níu stigum heimamanna, en Myron var að hirða auðveld fráköst undir körfunni. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn; 19-19. Í næsta leikhluta voru gestirnir skrefi á undan. Helgi Freyr setti niður tvo þrista með stuttu millibili og þeir voru komnir með sex stiga forystu þegar fjórar mínútur voru til leikhlés. Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, var ekki nægilega ánægður hversu auðveldar körfur Stólarnir voru að skora og tók leikhlé. Stólarnir náðu mest ellefu stiga forystu; 31-42, en heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir hlé. Staðan í hálfleik 38-46 fyrir gestina. Á tímapunkti var maður mættur á skotsýningu. Þristarnir flugu á ákveðnum tímapunkti niður og áhorfendur og aðrir höfðu virkilega gaman af. Gestirnir voru áfram sterkair og voru með þrettán stiga forystu að loknum þriðja leikhluta. Það var ljóst að Breiðhyltingar þyrftu að eiga afar góða þriðja leikhluta ætlaði liðið sér að taka stigin tvö úr Seljaskóla eftir leik kvöldsins. Gestirnir voru áfram sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum, en misstu aðeins hausinn undir lokin. Úr varð hin mesta dramatík, en undir lokin gat Sveinbjörn Claessen minnkað muninn í tvö stig. Hann gerði það ekki og heimamenn brutu strax á Myron Dempsey. Myron fór á vítalínuna og setti vítin tvö niður og því varð sigurinn vís. Lokatölur x stiga sigur gestana; 86-92. Stigaskor hjá gestunum dreifðist afar vel. Margir leikmenn skoruðu og þegar þeir stigahæstu áttu ekki sínar mínútur þá tóku aðrir við keflinu. Þannig spila alvöru lið. Allir leikmenn nema tveir skoruðu og flestir þónokkur stig. Heimamenn voru að taka ótímabær skot og sóknarleikur þeirra á tímapunkti var tilviljunarkenndur og óskynsamur. Þeir tóku skot eftir þrjár til fjórar sekúndur langt fyrir utan og það gekk lítið sem ekkert. Myron Demspey og Helgi Rafn Viggósson rifu svo niður hvert frákastið á fætur öðru, en þeir voru öflugir í kvöld. Sveinbjörn Claessen skoraði 24 stig fyrir heimamenn, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Matthías Orri kom næstur með 22 stig, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar. Stigaskorið dreifðist eins og fyrr segir virkilega vel hjá Stólunum. Darrel Lewis skoraði átján, Pétur Rúnar, Myron Dempsey og Helgi Rafn skoruðu allir fjórtán stig auk þess sem Helgi Rafn tók níu fráköst.Helgi Rafn: Góð blanda í liðinu „Við hleyptum þeim fullnálægt okkur. Við slökuðum aðeins of mikið, en sem betur fer höfðum við þetta," sagði fjórtán stiga maðurinn í liði Tindastóls Helgi Rafn Viggósson við Vísi í kvöld. „Það var ekki byrjað að fara um mig. Mér fannst við vera með þennan leik allan tímann, en þeir tóku gott run. Hefðum við ekki passað okkur þá hefðum við tapað þessu." „Það var liðsheildin og breiddin sem skóp þennan sigur. Það skoruðu allir nema tveir. Allur bekkurinn var að koma inn og þetta var bara frábært." Stólarnir hirtu hvert frákastið á fætur öðru og það lagði góðan grunn að sigrinum: „Það var lagt upp með það að vera grimmir undir körfunni og það tókst." „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er skemmtilegur hópur. Góð blanda af íslenskum og erlendum leikmönnum og ungum og gömlum," sagði Helgi Rafn að lokum.Bjarni Magnússon: Þeir voru miklu grimmari „Við áttum tvö lay-up þegar við erum fjórum stigum undir og eitthvað eftir af leiknum. Við misnotuðum bæði lay-upin og þá rann þetta dálítið frá okkur," sagði Bjarni, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í leikslok. „Við misstum þá bara of langt frá okkur í öðrum og þriðja leikhluta þar sem við erum ekki að spila varnarleikinn vel. Þar klikkuðum við." „Við töluðum um fyrir leikinn að hirða þessi frákast. Þeir voru bara miklu grimmari en við að sækja þessi fráköst og taka þessa dauðu bolta. Það skilur að í þessum leik. Það er ekkert stærra atriði en það." „Þannig viljum við vera. Við viljum vera lið sem er á fullu í 40 mínútur, en við vorum það ekki í dag. Við komum til baka þarna í lokin, en það var bara of seint. Við þurfum að laga atriði, ef við ætlum að vinna fyrir leiki." „Ég er alltaf bjartsýnn. Þó ég segi fúll yfir nokkrum hlutum núna þá er ég ánægður með framlag nokkra leikmanna þarna inni og heildarbragurinn er er góður. Þannig ég er bara bjartsýnn," sagði Bjarni í leikslok. Leiklýsing: ÍR - TindastóllLeik lokið (86-92): Stólarnir með góðan útisigur á ÍR hér í Seljaskóla. Stólarnir voru með yfirhöndina allt frá öðrum leikhluta og út leikinn. Einfaldlega sterkari aðilinn. Nánari umfjöllun, viðtöl og tölfræði koma inná vefinn síðar í kvöld.39. mín (82-89): Erum við að fara fá dramatík? Það væri ótrúlegt. 46:4 eftir af lokaleikhlutanum.38. mín (74-87): Þrettán stiga munur og 2:49 eftir. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo Stólarnir tapi þessu niður, en þeir eru með hreðjartök á þessum leik.36. mín (70-84): Það stefnir í öruggan sigur Tindastól hér. Dempsey var að setja niður eitt víti og koma muninum úr þrettán stigum í fjórtán.34. mín (68-81): Mikill pirringur í stuðningsmönnum ÍR, en munurinn er þrettán stig. Matthías Orri er kominn með 21 stig.32. mín (64-79): Munurinn orðinn fimmtán stig og Matthías Orri aftur sending á vettvang. Hann byrjaði á bekknum, en D. Hamid hefur spilað undanfarnar mínútur og verið slakur.Þriðja leikhluta lokið (60-73): Þrettán stiga munur fyrir lokaleikhlutann. Matthías Orri er orðinn stigahæstur hjá ÍR með sautján stig, en hjá gestunum er það Myron Dempsey sem er stigahæstur með fjórtán stig. Stigaskor er mun dreifðara og jafnara hjá gestunum heldur en heimamönnum.28. mín (58-71): Þrettán stiga munur, en Pétur Rúnar setti niður eitt af tveimur vítum sínum.27. mín (58-68): Það rignir þristur, ég er ekkert að grínast. Það mætti halda að ég væri kominn á eitthverja skotkeppni. Þvílík veisla. Ég er mikill þristamaður, en munurinn er tíu stig. Gestirnir eru þó alltaf skrefi á undan.25. mín (53-60): Sveinbjörn, ÍR-ingur númer eitt, setur þrist niður og munurinn sjö stig. Það er ekki neitt í körfubolta.23. mín (48-58): Þrettán stiga munur! Finnbogi setur niður þrist og munurinn þrettán stig. Stuðningsmenn ÍR að láta dómgæsluna fara alltof mikið í taugarnar á sér.21. mín (41-49): Matthías Orri fyrstur á blað hjá ÍR í seinni, en Pétur Rúnar svarar með þrist.Hálfleikur (38-46): Átta stiga munur í hálfleik gestunum í vil. Sveinbjörn er stigahæstur hjá heimamönnum með ellefu stig og Gardingo er með átta stig. Hjá gestunum er það Myron Dempsey sem er stigahæstur með 14 stig og sex fráköst. Helgi Freyr er með átta stig.18. mín (31-42): Ellefu stiga munur. Gestirnir í stuði. Myron með gott sniðskot eftir flotta hreyfingu. Heimamenn þurfa að fara spýta aftur í lófana ætli þeir sér ekki að missa gestina langt frá sér rétt fyrir hálflelik.16. mín (31-37): Sex stiga munur eftir þriggja stiga körfu Matthías Orra. ÍR-ingar vinna svo boltann aftur. 3:54 eftir af öðrum leikhluta.14. mín (26-32): Gestirnir eru skrefi á undan þessa stundina. Helgi Freyr var að setja niður sinn annan þrist og munurinn alls sex stig. Meiri grimmd í þeirra leik, en munurinn er afar lítill.12. mín (21-24): Helgi Freyr hjá Stólunum elskar góða þrista. Hann var að henda einum þannig niður núna og ÍR-ingar klikka sinni sókn. Eru of bráðir.Fyrsta leikhluta lokið (19-19): Haldiði að það sé ekki bara jafnt eftir fyrsta leikhlutann. Darrell Flake setti niður þrist þegar tíu sekúndur voru eftir og heimamenn náðu skoti, en það geigaði. Allt jafnt.9. mín (17-16): 50 sekúndur eftir og munurinn eitt stig. Helgi Freyr var að minnka muninn fyrir Stólana með sínum fyrstu stigum.7. mín (15-14): Matthías kemur muninum í þrjú stig. Númer eitt er Matthías, númer tvö er Matthías syngja stuðningsmenn ÍR við hið fræga lag Yellow submarine.6. mín (14-10): Liðin skiptast á að hafa forystuna. Sveinbjörn kominn með sjö stig fyrir ÍR.4. mín (9-10): Góður kafli hjá gestunuma. Myron Dempsey er að hirða fráköstin undir körfunni og skora auðveldar körfur.2. mín (9-4): Matthías Orri fékk dauðafæri rétt fyrir utan þriggja stiga línuna og svona góður leikmaður eins og Matthías setur þannig skot niður. Fimm stig frá honum og fimm stiga munur.1. mín (2-0): Þetta er farið af stað! Sveinbjörn ekki lengi að setja niður fyrstu körfuna. 10 sekúndur takk fyrir.Fyrir leik: Stuðningsmenn ÍR láta vel í sér heyra þegar fjórar mínútur eru til leiks.Fyrir leik: Bæði lið eru á fullu í sinni skot-upphitun þessa stundina og það styttist í leikinn. Vonumst eftir taumlausri skemmtun hér í kvöld! Ég geri kröfu á það!Fyrir leik: Dómarar í dag eru þeir Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson og Steinar Orri Sigurðarsson. Dómaratríóið með 100 ára reynslu í þessum bransa.Fyrir leik: Matthías Orri Sigurðarson er efstur í tveimur af tölfræðiþáttum ÍR-inga. Hann er með rúmlega 23 stig að meðaltali í stigaskor hingað til og 5,5 stoðsendingar. Hjá Tindastól er það hinn 38 ára gamli Darrel Lewis sem er hæstur að meðaltali í stigaskorinu, með 20 stig. Hinn ungi Pétur Rúnar Birgisson hefur gefið að meðaltali sex stoðsendingar fyrir Stólana.Fyrir leik: ÍR hefur ekki byrjað vel. Liðið er með tvö stig eftir leikina fjóra, en Tindastóll hefur hins vegar byrjað leiktíðina vel. Þeir eru í þriðja sætinu með 6 stig, einungis tapað einum leik gegn KR í framlengingu.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik ÍR og Tindastóls lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira