Körfubolti

Mögnuð sigurkarfa Hayward sá um LeBron | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurkarfa Hayward í leiknum í nótt.
Sigurkarfa Hayward í leiknum í nótt. Vísir/AP
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu enn einum leiknum í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir Utah Jazz.

Utah vann, 102-100, en Gordon Hayward tryggði liðinu sigur með flautukörfu sem má sjá hér fyrir neðan. Hayward og Derrick Favors voru stigahæstir í liði Utah með 21 stig hvor.

James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og fór á mikinn sprett undir lok leiksins sem dugði þó ekki til. Cleveland hefur unnið aðeins einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í haust.

Meistararnir í San Antonio unnu Atlanta, 94-92, þar sem gamla brýnið Tim Duncan var með sautján stig og þrettán fráköst. Tony Parker var einnig með sautján stig og Manu Ginobili tólf.

Derrick Rose sneri aftur eftir meiðsli í lið Chicago sem vann Milwaukee, 95-86. Hann var með þrettán stig og sjö stoðsendingar á þeim 32 mínútum sem hann spilaði. Taj Gibson var stigahæstur með 23 stig.

Rose hefur verið að glíma við alvarleg hnémeiðsli síðustu tvö tímabil en missti af síðustu tveimur leikjum vegna tognunar í ökkla.

Memphis og Golden State unnu leiki sína í nótt og eru einu ósigruðu liðin í deildinni ásamt Houston, sem spilaði ekki í nótt.

Golden State vann sannfærandi sigur á LA Clippers, 121-104. Steph Curry var með 28 stig og sjö stoðsendingar og Draymond Green bætti persónulegt met með því að skora 24 stig.

Úrslit næturinnar:

Charlotte - Miami 96-89

Philadelphia - Orlando 89-91

Boston - Toronto 107-110

Brooklyn - Minnesota 91-98

Detroit - New York 98-95

Milwaukee - Chicago 86-95

Washington - Indiana 96-94

San Antonio - Atlanta 94-92

Phoenix - Memphis 91-102

Utah - Cleveland 102-100

Sacramento - Denver 131-109

Golden State - LA Clippers 121-104

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×