Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fékk eina furðulegustu tæknivillu sem sést hefur í viðureign liðsins gegn Íslandsmeisturum KR í síðustu umferð Dominos-deild karla í körfubolta.
Aðdragandinn var þegar einn þriggja dómara leiksins aðvaraði Inga Þór fyrir læti á bekknum, að því fram kemur í frétt karfan.is.
„Það var einhver aðvörun á bekkinn og ég fékk hana. Ég spurði hvort væri verið að aðvara mig og dómarinn svaraði að ég bæri ábyrgð á mínu liði,“ segir Ingi Þór, en dómarinn sem um ræðir var Einar Þór Skarphéðinsson.
Þjálfarinn svaraði þá dómaranum með því að segja: „Ég er ekki Hanna Birna,“ en innanríkisráðherrann hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur vegna lekamálsins svakallaða.
„Ég ætlaði bara að vera léttur og jákvæður, ekki vera í vélrænum samskiptum eins og dómararnir vilja vera í. Þessi tæknivilla kom náttúrlega eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta átti bara að vera kómískt því ég var ekkert argur,“ segir Ingi Þór steinþórsson.
„Ég er ekki Hanna Birna,“ sagði Ingi Þór og fékk tæknivillu
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn



Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn


ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn