Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2014 14:41 Helgi Jónas Guðfinnsson. vísir/stefán „Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona." Dominos-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
„Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona."
Dominos-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira