Engin breyting er á byrjunarliði Íslands frá öðrum leikjum liðsins í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu. Ísland mætir Tékklandi í Plzen í kvöld en bæði lið eru með fullt hús stiga á toppi A-riðils.
Ísland hefur unnið leiki sína þrjá í keppninni til þessa samanlagt 8-0 og þar sem engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands var ákveðið að tefla áfram fram sama liði.
Jóhann Berg Guðmundsson, sem missti af fyrstu leikjunum í undankeppninni vegna meiðsla, byrjar því á bekknum í kvöld rétt eins og Alfreð Finnbogason.
Kári Árnason og Emil Hallfreðsson voru tæpir í upphafi vikunnar vegna meiðsla en þeir náðu að hrista það af sér og eru klárir í slaginn í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og í beinni útvarpslýsingu Gumma Ben á Bylgjunni.
Lið Íslands í kvöld (4-4-2):
Markvörður:
Hannes Þór Halldórsson
Varnarmenn:
Theodór Elmar Bjarnason
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason
Miðjumenn:
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði)
Emil Hallfreðsson
Sóknarmenn:
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson
Óbreytt byrjunarlið gegn Tékklandi

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi
Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.