Allir tóku þátt í æfingunni í dag

Æfingin var sú síðasta í Brussel í Belgíu en landsliðshópurinn heldur yfir til Tékklands nú síðdegis. Fyrsta æfingin hér í Plzen verður svo tekin í fyrramálið en fulltrúar Vísis, sem komu yfir til Tékklans í morgun, verða vitanlega á staðnum.
Emil Hallfreðsson hefur ekki getað æft með landsliðinu af fullum krafti í vikunni vegna bakmeiðsla og hann kom ekkert við sögu er Ísland tapaði fyrir Belgíu, 3-1, í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið.
Sölvi Geir Ottesen hefur einnig verið að glíma við meiðsli í baki og þá er Kári Árnason með brotið bein í tá. Báðir hafa þó æft síðustu daga og verða leikfærir á sunnudag.
Leikurinn í Plzen verður á milli toppliðanna í A-riðli en bæði lið eru með fullt hús stiga eftir níu umferðir.
Tengdar fréttir

Telur meiðsli Tékka ekki veikja liðið
Tékkland missti tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli um síðustu helgi.

Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin
Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi.

Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur
Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið.

Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra
Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen.

Ari Freyr: Google translate fór illa með Danina
Telur að staða vinstri bakvarðar henti sér best.

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen
Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Emil og Sölvi hvíldu á æfingunni
Landsliðið tók rólega æfingu á Heysel-leikvanginum í Brussel í dag.

Elmar: Eigum að sækja til sigurs
Theódór Elmar Bjarnason segir Ísland mæta til leiks gegn Tékklandi með fullt sjálfstraust.

Gummi Ben lýsir leik Tékklands og Íslands á Bylgjunni
Útvarpslýsingar Gumma Ben slógu í gegn fyrr á árinu og nú verður framhald á.

Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins
Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær.

Þjálfari Tékka verður á heimavelli á sunnudaginn
Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fimm ár og vann þrjá stóra titla.

Rúrik: Verðum kreisí eins og alltaf
Segir að Ísland þurfi að standa vaktina vel í vörninni gegn sterku liði Tékklands.

Miklu betri þegar það telur
Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel.

Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska
Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska.

Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum
Heimir Hallgrímsson segir engan í íslenska liðinu geta verið öruggan með sæti sitt eftir frammistöðu "varamannanna“ í 3-1 tapinu fyrir Belgíu í fyrrakvöld.