Fótbolti

Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Vísir
Íslenska landsliðið æfði hádeginu hér í Brussel í dag, á æfingavelli rétt við Koning Boudewijn-leikvanginn þar sem vináttulandsleikurinn gegn Belgíu fór fram í gær.

Belgía vann 3-1 sigur á mikið breyttu liði Íslands en aðeins tveir fastamenn úr liði Íslands voru í byrjunarliðinu gegn Belgíu í gær.

Emil Hallfreðsson kom ekkert við sögu en hann hefur ekki getað æft af fullum krafti hér í Belgíu vegna meiðsla. Það gerði hann ekki heldur á æfingunni í dag.

Aðrir leikmenn voru með á æfingunni en allir þeir sem spiluðu gegn Belgíu í gær sluppu við meiðsli. Liðið heldur svo til Tékklands á morgun þar sem strákarnir mæta heimamönnum á sunnudagskvöld.

Sá leikur er í undankeppni EM 2016 en bæði lið eru á toppi A-riðils með full hús stiga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×