Íslenska landsliðið æfði hádeginu hér í Brussel í dag, á æfingavelli rétt við Koning Boudewijn-leikvanginn þar sem vináttulandsleikurinn gegn Belgíu fór fram í gær.
Belgía vann 3-1 sigur á mikið breyttu liði Íslands en aðeins tveir fastamenn úr liði Íslands voru í byrjunarliðinu gegn Belgíu í gær.
Emil Hallfreðsson kom ekkert við sögu en hann hefur ekki getað æft af fullum krafti hér í Belgíu vegna meiðsla. Það gerði hann ekki heldur á æfingunni í dag.
Aðrir leikmenn voru með á æfingunni en allir þeir sem spiluðu gegn Belgíu í gær sluppu við meiðsli. Liðið heldur svo til Tékklands á morgun þar sem strákarnir mæta heimamönnum á sunnudagskvöld.
Sá leikur er í undankeppni EM 2016 en bæði lið eru á toppi A-riðils með full hús stiga.
Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins

Tengdar fréttir

Lagerbäck: Nota líklega allar sex skiptingarnar
Vill að leikmenn sínir framfylgi leikáætlun sinni gegn Belgíu í kvöld.

Varalið Íslands tapaði fyrir stjörnum prýddu liði Belga
Margir leikmenn fá tækifæri til þess að sanna sig í íslenska landsliðinu í kvöld.

Emil og Sölvi hvíldu á æfingunni
Landsliðið tók rólega æfingu á Heysel-leikvanginum í Brussel í dag.

Ólafur Ingi veiktist í nótt
Er tæpur fyrir leikinn gegn Belgíu á morgun sem og Sölvi Geir Ottesen.