Thibaut Courtois var maður leiksins í 3-1 sigri Belgíu á Íslandi í gær en hann var þrátt fyrir sigurinn ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum.
„Ég er ekki ánægður. Við gáfum þeim allt of mikið pláss,“ sagði hann við fjölmiðla eftir leikinn í gær.
„Sumir leikmenn sinntu ekki varnarskyldum sínum og ég er þá ekki bara að tala um varnarmennina. Ef þú ert ekki tilbúinn að leggja það á þig þá er betra að standa fyrir utan völlinn.“
„Við verðum rassskelltir ef við spilum svona gegn Wales á sunnudag. Ísland náði að skapa fullt af færum gegn okkur þrátt fyrir að hafa ekki verið sína bestu leikmenn á vellinum.“
Romelu Lukaku kom inn á sem varamaður og skoraði en hann var jákvæðari eftir leikinn í gær.
„Við gerðum okkar besta. Ég náði vel saman við Divock Origi og Christian Benteke á vellinum og ég held að við séum tilbúnir fyrir leikinn gegn Wales. Þetta var skemmtilegur leikur.“
Courtois: Verðum rasskelltir ef við spilum svona gegn Wales

Tengdar fréttir

Ragnar: Sýndum að við erum með stórt og sterkt lið
Segir að menn hafi verið svekktir með niðurstöðuna inn í búningsklefa.

Varalið Íslands tapaði fyrir stjörnum prýddu liði Belga
Margir leikmenn fá tækifæri til þess að sanna sig í íslenska landsliðinu í kvöld.

Hörður Björgvin: Ég nýtti tækifærið
Nýliðinn ánægður með frammistöðu sína gegn Belgíu í kvöld.

Alfreð um Moyes: Notar mig ef það er eitthvað vit í kallinum
Sóknarmaðurinn komst aftur á blað með íslenska landsliðinu í kvöld.

Aron Einar: Getum gengið stoltir af velli
Fyrirliðinn sáttur með frammistöðuna í Brussel þrátt fyrir 3-1 tap.

Sjáðu mörkin úr tapleiknum í Brussel | Myndband
Alfreð Finnbogason skoraði mark Ísland en öll mörk leiksins má sjá hér á Vísi.

Rúrik: Mikilvægi Arons Einars kom í ljós
Rúrik Gíslason segir að Ísland hafi saknað fyrirliðans í seinni hálfleik.

Lars: Meiri samkeppni í liðinu
Landsliðsþjálfarinn fagnar meiri breidd í íslenska liðinu eftir góða frammistöðu í Brussel.

Hallgrímur: Pirrandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði
Varnarmaðurinn segir það hafa verið dýrmæta reynslu að spila gegn Belgíu.