Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Cesena á Ítalíu og nýliðinn í íslenska landsliðinu, var ánægður með hvernig til tókst í 3-1 tapleiknum gegn Belgíu í kvöld.
„Persónulega fannst mér þetta ganga mjög vel en liðsheildin er auðvitað mjög góð í liðinu. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en þetta datt svo aðeins niður í þeim síðari,“ sagði Hörður Björgvin en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
„Þeir settu öfluga menn inn á í hálfleik en Belgía er auðvitað með gríðarlega sterkt lið enda í fjórða sæti heimslistans.“
Hörður Björgvin var að glíma við leikmenn sem eru í heimsklassa en hann kvartaði ekki undan því verkefni.
„Þeir voru bara eins og allir aðrir - tæknilega sterkir og snöggir - en ég reyndi að taka á þeim og það gekk ágætlega.“
Hann segist reyna allt sem hann getur til að festa sig í sessi í liði Íslands. „Þjálfararnir vita alveg hvað maður getur og það er því um að gera að nýta tækifærið þegar það gerst. Ég gerði það í kvöld.“
Hörður Björgvin: Ég nýtti tækifærið
Tengdar fréttir

Ragnar: Sýndum að við erum með stórt og sterkt lið
Segir að menn hafi verið svekktir með niðurstöðuna inn í búningsklefa.

Varalið Íslands tapaði fyrir stjörnum prýddu liði Belga
Margir leikmenn fá tækifæri til þess að sanna sig í íslenska landsliðinu í kvöld.

Alfreð um Moyes: Notar mig ef það er eitthvað vit í kallinum
Sóknarmaðurinn komst aftur á blað með íslenska landsliðinu í kvöld.

Aron Einar: Getum gengið stoltir af velli
Fyrirliðinn sáttur með frammistöðuna í Brussel þrátt fyrir 3-1 tap.

Sjáðu mörkin úr tapleiknum í Brussel | Myndband
Alfreð Finnbogason skoraði mark Ísland en öll mörk leiksins má sjá hér á Vísi.

Rúrik: Mikilvægi Arons Einars kom í ljós
Rúrik Gíslason segir að Ísland hafi saknað fyrirliðans í seinni hálfleik.

Lars: Meiri samkeppni í liðinu
Landsliðsþjálfarinn fagnar meiri breidd í íslenska liðinu eftir góða frammistöðu í Brussel.

Hallgrímur: Pirrandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði
Varnarmaðurinn segir það hafa verið dýrmæta reynslu að spila gegn Belgíu.